Fimmtudaginn 12. maí 2011, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum
Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Margrét Lind Ólafsdóttir.
Áheyrnarfulltrúi: Árni Einarsson, og undir lið 1. Sigrún Edda Jónsdóttir og Lárus Lárusson
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri sem ritaði fundargerði í tölvu.
Fyrir var tekið:
Bréf sem borist hafa frá :
- Málsnúmer 2011050001.
Framkvæmdastjóri Strætó bs, Reynir Jónsson, Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu bs. og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður stjórnar Strætó bs. mættu á fund nefndarinnar og kynntu verkefni Evrópusambandsins „Elena“.
F&L nefnd þakkar gestum greinargóða kynningu. - Málsnúmer 2011050014 .
Bréf Óbyggðanefndar dags. 05.05.2011 varðandi mörk sveitarfélaga.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Bæjarstjóra falið að koma sjónarmiði Seltjarnarnesbæjar á framfæri við Óbyggðanefnd í samráði við lögmann bæjarins. - Málsnúmer 2011050012.
Bréf Ástráðs, forvarnarfélags læknanema dags. 02.05.2011, beiðni um styrk.
Samþykkt 40. þús. - Málsnúmer 2011050011.
Bréf SÁÁ dags. 09.05.2011, beiðni um styrk vegna álfasölu SÁÁ.
Samþykkt 50. þús. - Málsnúmer 2011050022
Lagður fram samstarfssamningur Seltjarnarnesbæjar við Öryggismiðstöðina hf.
Bæjarstjóri kynnti nýjan samning. F&L samþykkir hann fyrir sitt leyti. - Málsnúmer 2011050006.
Þriggja mánaða uppgjör SHS.
Lagt fram. - Málsnúmer 2011050003.
Bréf Samband íslenskra sveitarfélaga dags. 27.04.2011, kynnisferð til Brussel 5. -9. júní 2011.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir þessari ferð, ákveðið að senda ekki fulltrúa. - Málsnúmer 2011040038.
Bréf frá Persónuvernd dags. 05.04.2011.
Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri gerði grein fyrir erindinu. - Málsnúmer 2010060013.
Beiðni um sérkennslu
Lagt fyrir minnisblað fræðslufulltrúa, Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri gerði grein fyrir erindinu, aukning um 3-4 klst. annars vegar og hins vegar 2 klst. Samþykkt og vísað til endurskoðaðra fjáhagsáætlunar. - Málsnúmer 2011050024
Viðhaldsverkefni Heilsugæslan Seltjarnarnesi – utanhúsviðgerðir 2011
Haukur Geirmundsson umsjónarmaður eignasjóðs gerði grein fyrir málinu. Samþykkt að halda áfram við undirbúning framkvæmda og jafnframt fresta viðhaldsframkvæmdum við Valhúsaskóla 2011.
Verkfundagerðir: engar
Fundargerðir til kynningar: engar
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 9:17