437. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 14. apríl, 2011 kl. 08:00. Fimmtudaginn 14. april 2011, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Sigrún Edda Jónsdóttir og Margrét Lind Ólafsdóttir.
Áheyrnarfulltrúi: Árni Einarsson
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri sem ritaði fundargerði í tölvu.
Fyrir var tekið:
Bréf sem borist hafa frá :
- Málsnúmer 2011010063.
Samningur um tiltekna þjónustuþætti við fatlað fólk við Reykjavíkurborg.
Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri kynnti samninginn og erindisbréf.
F&L vísar samningum til staðfestingar bæjarstjórnar. - Málsnúmer 2011040010.
Reiknilíkan fyrir Grunnskóla Seltjarnarnes skólaárið 2011-2012.
Baldur Pálsson fræðslufulltrúi kynnti forsendur fyrir skólaárið 2011-2012.
F&L samþykkir úthlutun. - Málsnúmer 2011040020.
Átak Kiwanishreyfingarinnar og Eimskips varðandi reiðhjólahjálma.
Lagt fram. - Málsnúmer 2011040018.
Ársreikningur skíðasvæðanna vegna ársins 2010.
Lagðir fram. - Málsnúmer 2011040016.
Bréf frá Skíðadeild KR dags. 05.04.2011 beiðni um styrk.
Samþykkt kr. 225.000.-. - Málsnúmer 2011030053.
Bréf frá Kommuneqarfik Sermersooq, Greenlandic municipalitie dags. 22.03.2011.
Bæjarstjóra falið að svara erindinu. - Málsnúmer 2011030034.
Ársreikningur Sorpu fyrir árið 2010.
Lagðir fram. - Málsnúmer 2011030019.
Bréf Specialisterne dags. 10.03.2011 varðandi styrk.
Samþykkt kr. 150.000.- eingreiðslu. BTÁ vék af fundi undir þessum lið. - Málsnúmer 2011030034
Drög af ársreikningi 2010
Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri kynnti drög að ársreikningi 2010, sem nú er í endurskoðun hjá KPMG
Verkfundagerðir: engar
Fundargerðir til kynningar: engar
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 9.05