436. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 10. mars, 2011 kl. 08:00.
Fimmtudaginn 10. mars 2011, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Guðmundur Magnússon, formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson og Margrét Lind Ólafsdóttir.
Áheyrnarfulltrúi: Árni Einarsson
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri sem ritaði fundargerði í tölvu.
Fyrir var tekið:
Bréf sem borist hafa frá :
- Málsnúmer 2011030015.
Samningur við Gólfklúbb NK.
F&L samþykkir samninginn. - Málsnúmer 2011020057.
Bréf frá sveitarfélaginu Álftanesi, varðandi úrsögn úr Strætó bs.
Lagt fram. - Málsnúmer 2011020031.
Bréf Umhverfisráðuneytisins dags. 31.01.2011, efni gildistaka mannvirkjalaga.
Lagt fram. - Málsnúmer 2011020077.
Bréf Norðurpólsins dags. 23.02.2011, beiðni um styrk vegan Bergen-Reykjavík Nuuk tónlistarhátíð.
Samþykkt kr. 50.000.-. - Málsnúmer 2011020052.
Bréf frá Bandalagi íslenskra skáta dags. 11.02.0211, beiðni um styrk til að halda Góðverkadagana 2011. Bæjarstjóra falið að ganga frá erindinu í samráði við fræðslustjóra. - Málsnúmer 2011020053.
Bréf frá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar dags. 09.02.0211, beiðni um styrk vegna evrópuverkefnis Fishernet. Erindið vísað til Pálínu Magnúsdóttur forstöðumanns bókasafns Seltjarnarness og Önnu Þorbjargar Þorgrímsdóttur safnstjóra - Málsnúmer 2010120048.
Lagður fram listi yfir skipulagsfulltrúa, þá sem sinna skipulagsgerð hjá bæjarfélögum.
Lagt fram.
Verkfundagerðir: engar
Fundargerðir til kynningar: engar
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 8:27