435. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 3. febrúar, 2011 kl. 08:00.
Fimmtudaginn 3. febrúar 2011, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Guðmundur Magnússon, formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson og Margrét Lind Ólafsdóttir.
Áheyrnarfulltrúi: Árni Einarsson
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri sem ritaði fundargerði í tölvu.
Fyrir var tekið:
Bréf sem borist hafa frá :
- Málsnúmer 2011010087. Tillaga að gjaldskrárbreytingu á útleigu Fræðasetursins í Gróttu.
F&L samþykkir tillöguna og tekur hún gildi frá og með 1. febrúar 2011. - Málsnúmer 2010120004. Starfs- og fjárhagsáætlun SHS fyrir árið 2011.
Lögð fram. - Málsnúmer 2010120050. Bréf Krabbameinsfélags Íslands dags. 15.12.2010, beiðni um styrk.
F&L vísar erindinu til félagsmálaráðs. - Málsnúmer 2010120060. Fimm ára rekstraráætlun Sorpu fyrir árin 2012-2016.
Lögð fram. - Málsnúmer 2010090068. Erindi frá Starfsmannafélagi Seltjarnarness og Jóhanni H. Hafstein hdl. varðandi greiðslu á kostnaði vegna matsgerðar Ólafs Melsted, dags. 03.01.2011.
Fjármálastjóri gerði grein fyrir málinu. - Verkfallslisti. Málsnúmer 2010120059. Fjármálastjóri lagði fram lista yfir þá starfsmenn hjá Seltjarnarnesbæ sem ekki hafa verkfallsrétt.
F&L felur fjármálastjóra að auglýsa listann samkvæmt þeim reglum sem um birtingu hans gilda. - Málsnúmer 2011010071 Afslættir elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignagjöldum 2011.
Fjármálastjóri gerði grein fyrir afsláttakjörum til elli- og örorkulífeyrisþegar af fasteignagjöldum íbúðarhúsnæðis til eigin nota fyrir árið 2011, skv. Samþykkt bæjarstjórnar.
Lagt fram. - Málsnúmer 2011020022 Styrkir til starfsmanna til að stunda heilsurækt.
Fjármálastjóri gerði grein fyrir málinu, samþykkt óbreytt fyrirkomulag og árið 2010. - Málsnúmer 2010040016. Beiðni um námsvist vorönn 2011 í tónlistarskóla í sveitarfélagi utan lögheimilis nemanda.
Samþykkt. - Málsnúmer 2010120047. Beiðni um sérkennslu fyrir nemanda í Suðurhlíðarskóla. Samþykkt.
- Málsnúmer 2011020020. Bréf frá félagsstarfi eldri borgara.
Lagt fram og vísað til félagsmálastjóra. - Málsnúmer 2011020023 Erindi frá stjórn Strætó BS - Safnanótt
Samþykktur viðbótarkostnaður.
Verkfundagerðir: engar
Fundargerðir til kynningar: engar
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 8:30