434. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness mánudaginn 29. nóvember, 2010 kl. 08:00.
Mánudaginn 29. nóvember 2010, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Guðmundur Magnússon, formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson og Margrét Lind Ólafsdóttir.
Áheyrnarfulltrúi: Árni Einarsson
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson,
fjármálastjóri sem ritaði fundargerði í tölvu.
Fyrir var tekið:
Bréf sem borist hafa frá :
- Málsnúmer 2010110022.
Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins varðandi skil fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2011, dags. 17.11.10.
Í bréfinu er minnt á skyldu sveitafélaga til að ljúka afgreiðslu fjárhagsáætlana fyrir áramót og skila ráðuneytinu áætlun á rafrænu formi.
Lagt fram. - Málsnúmer 2010110001.
Kvennaathvarf beiðni um rekstrarstyrk vegna ársins 2011.
F&L vísar beiðninni til félagsmálaráðs. - Málsnúmer 2010110014.
Bréf Sorpu bs. Varðandi rekstraráætlun fyrir árið 2011, dags. 05.11.2010.
F&L vísar bréfinu varðandi rekstraráætlun til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011. - Málsnúmer 2010110006.
Bréf Sjónarhóls varðandi rekstrarstyrk, dags. 08.11.2010.
F&L vísar beiðninni til félagsmálaráðs. - Málsnúmer 2010110007.
Bréf Snorraverkefnisins varðandi styrk vegna ársins 2011, dags. 08.11.2010.
F&L telur eigi unnt að verða við erindinu. - Málsnúmer 2010110013.
Bréf Stígamóta varðandi styrk vegna ársins 2011, dags. 01.11.2010.
F&L vísar beiðninni til félagsmálaráðs. - Málsnúmer 2010100038.
Bréf Neytendasamtakanna varðandi styrk vegna ársins 2011, dags. 20.10.2010.
F&L telur eigi unnt að verða við erindinu. - Málsnúmer 2010110031.
Bréf Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs vegna ársins 2011, dags. 22.11.2010.
F&L vísar beiðninni til Umhverfisnefndar - Málsnúmer 2010100013.
Bréf Skógarmanna KFUM varðandi styrk vegna ársins 2011, dags. 06.10.2010.
F&L samþykkir kr. 100.000,-. - Málsnúmer 2010110005.
Bréf Norðurpólsins listafélag um samstarf og styrk vegna ársins 2011, dags. 09.11.2010.
F&L vísar málinu til bæjarstjóra miðað við umræður á fundinum. - Málsnúmer 2010110032.
Bréf Landgræðslu Ríkisins varðandi uppgræðslu í beitarhólfinu á Mosfellsheiði, milli Lyklafells og Hengils, dags. 03.11.2010.
Landgræðslan vill koma á framfæri þakklæti til bæjarins fyrir samstarfið á undanförnum arum við uppgræðslu á hinu illa farna landi milli Hengils og Lyklafells.
Lagt fram. - Málsnúmer 2010110002.
Bréf frá Velferðarvakt félagsmálaráðuneytisins, þar sem vakin er athygli á aðgæslu þegar ákvarðanir eru teknar í hagræðingarskyni.
Lagt fram og vísað til fjármálastjóra bæjarins. - Minnisblað félagsmálastjóra varðani niðurfellingu fasteignagjalda, dags. 4.10.2010.
Bæjarstjóra falið að skoða málið nánar og vinna í samræmi við umræður á fundinum. - Málsnúmer 2010110011 .
Skýrsla norrænu samkeppniseftirlitanna um samspil samkeppnisstefnu og umhverfisstefnu.
Lagt fram. - Málsnúmer 2010060013.
Minnisblað fræðslufulltrúa varðandi stuðning 8. klst á dag við Leikskóla Seltjarnarness, fram að vori 2011, samkv. bréfi leikskólastjóra dags. 18.11.2010.
Minnisblað fræðslufulltrúa varðandi stuðning 4. klst á dag við Leikskóla Seltjarnarness, fram í september 2011, samkv. bréfi leikskólastjóra dags. 18.11.2010.
F&L samþykkir bæði erindin. - Sorpa bs.
Framkvæmdastjóri Sorpu bs Björn H. Halldórsson mætti á fundinn og kynnti framtíðarsýn Sorpu bs. að kerfi fyrir flokkun og söfnun heimilisúrgangs.
F&L þakkar framkvæmdastjóranum góða kynningu. - Fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 – álagning gjalda.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögum að álagningu gjalda og gerði grein fyrir ákvæðum laga er kveða á um að ef gera á breytingar á álagningarhlutfalli útsvars þarf ákvörðun að vera tekin fyrir 1. desember nk. Bæjarstjóri lagði til að útsvar verði hækkað úr 12,1% í 12,98%. Bæjarstjóri lagði til að álagningarhlutfall fasteignagjalda verði hækkað til að mæta lækkun fasteignamats, þannig að álagning gjalda verði í krónutölu sú sama og 2010. Bæjarstjóri gerði grein fyrir hugmyndum að breytingum á gjaldskrám vegna þjónustu sem veitt er.
F&L samþykkir að útsvar verði hækkað úr 12,1% í 12,98%. - F&L samþykkir að álagningarhlutfall fasteignagjalda verði hækkað til að mæta lækkun fasteignamats.
Verkfundagerðir: engar
Fundargerðir til kynningar: engar
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 10:01