Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

27. október 2010

433. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness miðvikudagur 27. október, 2010 kl. 07:45.

Miðvikudagur 27. október 2010, kl. 07:45 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson og Margrét Lind

Ólafsdóttir.

Áheyrnarfulltrúi: Árni Einarsson

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson,

fjármálastjóri sem ritaði fundargerði í tölvu.

Fyrir var tekið:

Bréf sem borist hafa frá :

  1. Málsnúmer 2010060013.
    Umsókn um sérkennslu fyrir barn f.2006 í leikskóla Seltjarnarness.
    F&L samþykkir beiðnina og vísar til endurskoðun fjárhagsáætlunar Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2010.
  2. Málsnúmer 2010080045.
    Beiðni um aukna tónlistarkennslu fyrir börn í leikskólum vegna sameiningu leikskólanna.
    F&L samþykkir beiðnina og vísar til endurskoðun fjárhagsáætlunar Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2010.
  3. Endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010.
    Fjármálastjóri gerði grein fyrir helstu tillögum að breytingum og niðurstöðum samkvæmt tillögu að endurskoðun fjárhagsáætlunar.
    F&L vísar tillögu að endurskoðun fjárhagsáætlunar Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2010 til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  4. Fjárhagsáætlun 2011.
    Samþykkt að unnið verði samkvæmt því uppleggi sem bæjarstjóri fór yfir á fundinum.

Verkfundagerðir: engar

Fundargerðir til kynningar: engar

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 8:40

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?