433. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness miðvikudagur 27. október, 2010 kl. 07:45.
Miðvikudagur 27. október 2010, kl. 07:45 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Guðmundur Magnússon, formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson og Margrét Lind
Ólafsdóttir.
Áheyrnarfulltrúi: Árni Einarsson
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson,
fjármálastjóri sem ritaði fundargerði í tölvu.
Fyrir var tekið:
Bréf sem borist hafa frá :
- Málsnúmer 2010060013.
Umsókn um sérkennslu fyrir barn f.2006 í leikskóla Seltjarnarness.
F&L samþykkir beiðnina og vísar til endurskoðun fjárhagsáætlunar Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2010. - Málsnúmer 2010080045.
Beiðni um aukna tónlistarkennslu fyrir börn í leikskólum vegna sameiningu leikskólanna.
F&L samþykkir beiðnina og vísar til endurskoðun fjárhagsáætlunar Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2010. - Endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010.
Fjármálastjóri gerði grein fyrir helstu tillögum að breytingum og niðurstöðum samkvæmt tillögu að endurskoðun fjárhagsáætlunar.
F&L vísar tillögu að endurskoðun fjárhagsáætlunar Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2010 til afgreiðslu bæjarstjórnar. - Fjárhagsáætlun 2011.
Samþykkt að unnið verði samkvæmt því uppleggi sem bæjarstjóri fór yfir á fundinum.
Verkfundagerðir: engar
Fundargerðir til kynningar: engar
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 8:40