Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

22. október 2010

432. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness föstudaginn 22. október, 2010 kl. 08:30.

Föstudaginn 22. október 2010, kl. 08:40 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.

Áheyrnarfulltrúi: Margrét Lind Ólafsdóttir boðaði forföll

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson,

fjármálastjóri sem ritaði fundargerði í tölvu, Snorri Aðalsteinsson sat fundin undir liðum 15 og 16

 

Fyrir var tekið:

Bréf sem borist hafa frá :

  1. Málsnúmer 2010100005.
    Beiðni um styrk frá Skíðadeild KR vegna ársins 2010.
    Samþykkt 250.000.-
  2. Málsnúmer 2010090052
    Bréf Dropans, styrktarfélags barna með sykursýki, um sumarbúðir barna og unglinga.
    F&L vísar erindinu til félagsmálaráðs og fjárhagsáætlunar 2011.
  3. Málsnúmer 2010030028.
    Árshlutareikningur Sopru bs fyrir tímabilið 1.1.2010 til 30.06.2010.
    Lagt fram.
  4. Málsnúmer 2010090077.
    Bréf frá Garðyrkjufélagi Íslands, dags. 21.09.2010 þar sem félagið hefur ákveðið að færa bæjarfélaginu að gjöf í tilefni af 125 ára afmæli Garðyrkjufélagsins vefjaræktað eintak af elsta innflutta garðatrénu á Íslandi, um er að ræða silfurreyni (Sorbus intermedia).
    F&L lýsir ánægju sinni með þessa gjöf sem var gróðursett í Bakkagarði.
  5. Málsnúmer 2010100007.
    Bréf frá Félagi áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúkling og annarra skyldra sjúkdóma dags. 23.09.2010, um fjárhagslegan stuðning fyrir árið 2011.
    F&L vísar erindinu til félagsmálaráðs og fjárhagsáætlunar 2011.
  6. Málsnúmer 2010100008.
    Bréf Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins varðandi hjólreiðavang í Skálfelli, 20.09.2010.
    F&L felur bæjarstjóra að ræða málið nánar innan vettvangs stjórnar SSH.
  7. Málsnúmer 2010090005.
    Bréf Sigurbjörns Þorbergssonar hrl. varðandi skaðabætur vegna svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins, dags. 30.08.2010.
    F&L felur bæjarstjóra að afla upplýsinga frá Kópavogsbæ varðandi málið.
  8. Málsnúmer 2010100039.
    Bréf stjórnar Reykjanesfólkvangs varðandi framlög til Reykjanesfólkvangs, dags. 10.10.2010.
    Lagt fram.
  9. Málsnúmer 2010100037.
    Bréf frá Lögmenn Höfðabakka varðandi lagningu vegar að Lækningaminjasafni dags. 14.10.2010.
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
  10. Málsnúmer 2010090068.
    Bréf frá Vinnueftirliti Ríkisins dags. 27.09.2010, varðandi félagslegan aðbúnað.
    Lagt fram.
  11. Málsnúmer 2010090053.
    Bréf frá bæjarstjóra Hafnarfjarðar dags. 08.09.2010 varðandi skipulag Reykjanesfólkvangs.
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
  12. Málsnúmer 2010100043.
    Bréf frá Brunabótafélagi Íslands dags. 12.10.2010 varðandi ágóðahlutagreiðslu 2010.
    Lagt fram.
  13. Málsnúmer
    Bréf umboðsmanns barna varðandi leikskólagöngu barna og vanskil foreldra, dags. 12.10.2010. Í bréfinu kemur fram áskorun til sveitarfélaga að koma á móts við fjölskyldur í fjárhagsvanda og tryggja öllum börnum tækifæri til að ganga í leikskóla óháð efnahag foreldra. Jafnfram er bent á að hagsmunir barna af því að halda áfram leikskólagöngu sinni eiga að ganga framar hagsmunum sveitarfélaga af því að innheimta leikskólagjöld.
    F&L vísar bréfinu til kynningar í skólanefnd.
  14. Undirbúningur kosninga til stjórnlagaþings.
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir undirbúningi vegna kosninga til stjórnlagaþings sem fram eiga að fara þann 27. nóvember nk.
  15. Kynning á undirbúningi vegna yfirfærslu á málaflokki fatlaðra.
    Félagsmálastjóri gerði grein fyrir undirbúningi Seltjarnarnesbæjar vegna yfirfærslu á málaflokki fatlaðra um næstu áramót.
  16. Kynning á atvinnuleysi og fjárhagsaðstoð á Seltjarnarnesi
    Félagsmálastjóri gerði grein fyrir stöðunni á Seltjarnarnesi

    Fjárhagsleg verkefni
  17. Málsnúmer 2010090070.
    Beiðni um aukafjárveitingu til Grunnskóla Seltjarnarness vegna 50% stöðugildis stuðningsfulltrúa fyrir skólaárið 2010-2011 að fjárhæð kr. 1.700.000.- á ársgrundvelli.
    F&L samþykkir beiðnina og vísar til endurskoðun fjárhagsáætlunar Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2010
  18. Endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010.
    Fjármálastjóri gerði grein fyrir helstu tillögum að breytingum og niðurstöðum samkvæmt tillögu að endurskoðun fjárhagsáætlunar.
    F&L frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Verkfundagerðir: engar

Fundargerðir til kynningar: engar

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 9:55

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?