Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

02. september 2010

429. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 2. september, 2010 kl. 08:00.
Fimmtudaginn 2. september 2010, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Guðmundur Magnússon, formaður, Bjarni Torfi Jónsson og Margrét Lind
Ólafsdóttir.
Áheyrnarfulltrúi, Árni Einarsson
Ennfremur sátu fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og
Gunnar Lúðvíksson verkefnastjóri fjármálasviðs sem ritaði fundargerð í tölvu.


Fyrir var tekið:

  1. Mat á núverandi stjórnskipulagi bæjarins, málsnr.
    Arnar Jónsson og Þröstur Sigurðsson frá Capacent kynntu tillögu að nýju skipuriti bæjarins.
    Tillaga Capacent samþykkt og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar. Bæjarstjóra falið að undirbúa málið.
  2. Málefni Þyrpingar, málsnr. 2010020095.
    Ívar Pálsson kynnti málið.

Verkfundagerðir: engar
Fundargerðir til kynningar: engar


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 9:37

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?