428. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness mánudaginn 18. ágúst, 2010 kl. 08:00.
Miðvikudaginn 18. ágúst 2010, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Guðmundur Magnússon, formaður, Bjarni Torfi Jónsson og Margrét Lind
Ólafsdóttir.
Ennfremur sátu fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson
verkefnastjóri fjármálasviðs sem ritaði fundargerði í tölvu.
Fyrir var tekið:
Bréf sem borist hafa frá:
- Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 13.07.2010, málsnr. 2010070012.
Í bréfinu er kynnt námskeið um lýðræði í sveitarfélögum sem haldið verður 6. September n.k.
Lagt fram til kynningar. - Árshlutareikningur Strætó bs 30.06.2010, málsnr. 2010080035.
Lagður fram. - Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 28.07.2010, í bréfinu er kynnt skýrsla starfshóps um endurskoðun gildandi laga- og reglugerðarákvæða um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar. - Bréf frá ÞS dags. 08.07.2010, varðandi lausagöngu hunda, málsnr. 2010070007
F&L vísar erindinu til Ingimundar Helgasonar, hundaeftirlitsmanns til afgreiðslu. - Bréf frá Nýsköpunarkeppni Grunnskólanemenda 13.08.2010, málsnr. 201000032
F&L vísar erindinu til skólanefndar. - Bréf frá Sorpu bs. dags. 29.06.2010, þar sem fram kemur að Sorpa hefur unnið sl. 2 ár að sviðsmyndagerð og stefnumótun fyrir fyrirtækið.
Lagt fram. - Ársskýrsla Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) fyrir árið 2009, málsnr. 2010070019
Lagður fram. - Bréf frá Skíðasambandi Íslands dags. 25.06.2010, varðandi snjóframleiðslu á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins, málsnr. 2010070018.
Lagt fram. málið er í vinnslu hjá SSH - Bréf frá Landssambandi Slökkviliðs- og Sjúkraflutningamanna dags. 06.08.2010, varðandi laun slökkviliðs- og sjúkraflutnigamanna, málsnr. 2010080006.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu og upplýsti að launanefnd Sambandsins væri með umboð til samninga.
Fjárhagsleg verkefni: - Bréf frá IH dags. 13.07.2010, varðandi beiðni um að greitt verði aksturspeningar þegar sóttir eru fundir fyrir utan Seltjarnarnesið á vegum bæjarins, málsnr. 2010070016.
F&L sér sig ekki fært að verða við erindinu..
Bréf frá Sigurfara, félagi smábátaeigenda á Seltjarnarnesi, dags. 08.07.2010 varðandi beiðni um að komið verði upp eftirlitsmyndavél við höfnina, málsnr. 2010070014.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Erindið vísað til Tæknideildar. - Bréf frá Icefitness ehf., dags. 14.07.2010 varðandi fjárstuðning við verkefnið Skólahreysti, málsnr. 2010070015.
Samþykkt kr. 50. þús. - 13. Bréf frá stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, dags. 10.07.2010, leitað er eftir styrk til byggingar fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu, F&L vísar til þess að erindið er unnið í samráði við SSH - Reglur um tónlistarnám , málsnr. 2009080047
- Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu miðað við umræður á fundinum.
- Minnisblað leikskólastjóra varðandi frágang á sérkennslustofu, málsnr. 2010010042
F&L samþykkir erindið, leið A skv. fylgiskjali.
Verkfundagerðir: engar
Fundargerðir til kynningar: engar
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 9:25