Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

18. ágúst 2010

428. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness mánudaginn 18. ágúst, 2010 kl. 08:00.
Miðvikudaginn 18. ágúst 2010, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Guðmundur Magnússon, formaður, Bjarni Torfi Jónsson og Margrét Lind
Ólafsdóttir.
Ennfremur sátu fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson
verkefnastjóri fjármálasviðs sem ritaði fundargerði í tölvu.


Fyrir var tekið:

Bréf sem borist hafa frá:

  1. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 13.07.2010, málsnr. 2010070012.
    Í bréfinu er kynnt námskeið um lýðræði í sveitarfélögum sem haldið verður 6. September n.k.
    Lagt fram til kynningar.
  2. Árshlutareikningur Strætó bs 30.06.2010, málsnr. 2010080035.
    Lagður fram.
  3. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 28.07.2010, í bréfinu er kynnt skýrsla starfshóps um endurskoðun gildandi laga- og reglugerðarákvæða um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
    Lagt fram til kynningar.
  4. Bréf frá ÞS dags. 08.07.2010, varðandi lausagöngu hunda, málsnr. 2010070007
    F&L vísar erindinu til Ingimundar Helgasonar, hundaeftirlitsmanns til afgreiðslu.
  5. Bréf frá Nýsköpunarkeppni Grunnskólanemenda 13.08.2010, málsnr. 201000032
    F&L vísar erindinu til skólanefndar.
  6. Bréf frá Sorpu bs. dags. 29.06.2010, þar sem fram kemur að Sorpa hefur unnið sl. 2 ár að sviðsmyndagerð og stefnumótun fyrir fyrirtækið.
    Lagt fram.
  7. Ársskýrsla Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) fyrir árið 2009, málsnr. 2010070019
    Lagður fram.
  8. Bréf frá Skíðasambandi Íslands dags. 25.06.2010, varðandi snjóframleiðslu á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins, málsnr. 2010070018.
    Lagt fram. málið er í vinnslu hjá SSH
  9. Bréf frá Landssambandi Slökkviliðs- og Sjúkraflutningamanna dags. 06.08.2010, varðandi laun slökkviliðs- og sjúkraflutnigamanna, málsnr. 2010080006.
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu og upplýsti að launanefnd Sambandsins væri með umboð til samninga.
    Fjárhagsleg verkefni:
  10. Bréf frá IH dags. 13.07.2010, varðandi beiðni um að greitt verði aksturspeningar þegar sóttir eru fundir fyrir utan Seltjarnarnesið á vegum bæjarins, málsnr. 2010070016.
    F&L sér sig ekki fært að verða við erindinu..

    Bréf frá Sigurfara, félagi smábátaeigenda á Seltjarnarnesi, dags. 08.07.2010 varðandi beiðni um að komið verði upp eftirlitsmyndavél við höfnina, málsnr. 2010070014.
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Erindið vísað til Tæknideildar.
  11. Bréf frá Icefitness ehf., dags. 14.07.2010 varðandi fjárstuðning við verkefnið Skólahreysti, málsnr. 2010070015.
    Samþykkt kr. 50. þús.
  12. 13. Bréf frá stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, dags. 10.07.2010, leitað er eftir styrk til byggingar fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu, F&L vísar til þess að erindið er unnið í samráði við SSH
  13. Reglur um tónlistarnám , málsnr. 2009080047
  14. Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu miðað við umræður á fundinum.
  15. Minnisblað leikskólastjóra varðandi frágang á sérkennslustofu, málsnr. 2010010042
    F&L samþykkir erindið, leið A skv. fylgiskjali.


Verkfundagerðir: engar
Fundargerðir til kynningar: engar


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 9:25

 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?