Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

28. júlí 2010

427. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness mánudaginn 28. júní, 2010 kl. 08:00.

Mánudaginn 28. júní 2010, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.Mættir: Guðmundur Magnússon, formaður, Bjarni Torfi Jónsson og Margrét Lind Ólafsdóttir. Ennfremur sátu fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson verkefnastjóri fjármálasviðs sem ritaði fundargerði í tölvu. 

Fyrir var tekið:

Bréf sem borist hafa frá:

  1. Bréf frá Pacta Lögmenn frá 15. 06. 2010, málsnr. 2010060025.
    Í bréfinu er rætt um um rif og endurbyggingu á stein veggjum við afmörkun á lóðarmörkum milli Útsala við Nesveg og lóðanna nr. 103 og 105 við Nesveg.
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. F&L vísar málinu til afgreiðslu lögmanns bæjarins, í samræmi við umræður á fundinum.

  2. Bréf frá umferðardeild Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 18.06.2010, málsnr. 2010060032, varðandi niðurstöður hraðamælinga á Seltjarnarnesi með ómerktri lögreglubifreið.
    Lagt fram.

    Fjárhagsleg verkefni:

  3. Bréf frá Norðurpólnum Sefgörðum 3, beiðni um styrk við sléttun á plani og losun á ruslagám, málsnr. 2010060033. Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu, og vísaði í kostnaðaráætlun frá SES varðandi verkefnið, F&L vísar málinu til bæjarstjóra til jákvæðrar afgreiðslu.

  4. Bréf ÓS dags. 15.06.2010, málsnr. 2010060018 varðandi beiðni um leiðréttingu á launamisræmis.
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. F&L telur sig ekki fært að verða við erindinu.

  5. Bréf NLE dags. 09.06.2010, málsnr. 2010060015, sótt er um launað námsleyfi frá 19/8/10 – 15/06/11 til þess að hefja Mastersnám við HÍ.
    Miðað við þær aðstæður sem ríkja í dag telur F&L ekki fært að verða við erindinu.

  6. Minnisblað SES varðandi fjárveitingu á kaupum á sýnileikavestum fyrir sumarstarfsfólk.
    Samþykkt aukafjárveiting kr. 350.000.- og vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

  7. Bréf frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, dags. 18.06.2010, málsnr. 2010060030. Ósk um framlag til rekstrar og verkefna Mannréttindaskrifstofu Íslands.
    F&L telur sig ekki fært að verða við erindinu.

  8. Minnisblað leikskólafulltrúa varðandi aukafundi vegan sameiningu leikskóladags. 12.05.2010, málsnr. 2010010042.
    F&L samþykkir erindið og vísar til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

  9. Bréf frá ES dags. 24.06.2010, málsnr. 2010060035, beiðni um styrk varðandi ráðstefnu NODCC haldin í Bandaríkjunum 30.07.2010.
    Samþykkt kr. 50.000,-

  10. Reglur Seltjarnarnesbæjar um tónlistanám í öðrum sveitafélögum, málsnr. 2009080047
    Lagðar fram og samþykktar.

    Verkfundagerðir
    : engar

Fundargerðir til kynningar: engar

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 9:32

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?