425. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness
Mánudaginn 3. maí 2010, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Stefán Pétursson, formaður, Lárus B. Lárusson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir.
Auk þess sátu fundinn: Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri,Gunnar Lúðvíksson
verkefnastjóri fjárhags- og stjórnsýslusviðs.
Fyrir var tekið:
- Bréf Samgöngu- og Sveitarstjórnarráðuneytis dags. 20.04.2010 varðandi uppbyggingu hjúkrunarrýmis í samstarfi við níu sveitarfélög, málsnr. 2010040039.
Lagt fram. - Bréf frá Félagi heyrnarlausra dags. 29.04.2010 beiðni um styrk málsnr. 2010040040.
Samþykkt 30. þús. - Minnisblað GL um gjaldskrá Tónlistarskóli Seltjarnarness, málsnr. 2009120036.
Samþykkt. - Bréf frá Skottunum, fh. Kvennafrídagsins 2010 dags. 30.04.2010, beiðni um styrk, málsnr. 2010050005.
F&L sér sig ekki fært að verða við erindinu. - Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri sagði frá undirbúnings vinnu við tilfærslu á þjónustu við fatlaða. Málsn. 2009120014
Bæjarstjóri lagði til að skipuð yrði þriggja manna nefnd til að fjalla um málið, SA, EM og RKM. SA verði formaður hópsins og taki frumkvæði í undirbúningi málsins. - Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri lagði fram upplýsingar um fjölda atvinnulausra í lok apríl 2010 á Nesinu.
- Bréf Velferðarvaktarinnar dags. 20.04.2010, um eflingu um fjölbreytilegra úrræði í barnavernd, málsnr. 2010040041.
Lagt fram og vísað til félagsmálaráðs. - Tillaga bæjarstjóra um gjaldskrá fyrir útleigu á fræðasetri til leik- og grunnskóla bæjarins, dags. 26.03.2010, málsnr. 2010030091.
Samþykkt. - Bréf frá ÓS dags. 12.04.2010, málsnr. 2010050003.
Miðað við þær aðstæður sem ríkja í dag telur F&L ekki fært að verða við erindinu. - Minnisblað GL varðandi starfsviðurkenninga til starfsmanna bæjarins, málsnr. Málsnr. 2010050002.
Samþykkt og vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010. - Sveitarstjórnarkosningar: undirbúningur og framkvæmd. Málsnr. 2010030103
SB gerði grein fyrir undirbúningi kosninga og fór yfir helstu atriði. - Minnisblað garðyrkjustjóra varðandi innigarð í Valhúsaskóla, málsnr. 2010050004.
Samþykkt og vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.
Fundi slitið kl. 8:55