Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

06. maí 2010

425. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness

Mánudaginn 3. maí 2010, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Stefán Pétursson, formaður, Lárus B. Lárusson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

Auk þess sátu fundinn: Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri,Gunnar Lúðvíksson

verkefnastjóri fjárhags- og stjórnsýslusviðs.

Fyrir var tekið:

  1. Bréf Samgöngu- og Sveitarstjórnarráðuneytis dags. 20.04.2010 varðandi uppbyggingu hjúkrunarrýmis í samstarfi við níu sveitarfélög, málsnr. 2010040039.
    Lagt fram.
  2. Bréf frá Félagi heyrnarlausra dags. 29.04.2010 beiðni um styrk málsnr. 2010040040.
    Samþykkt 30. þús.
  3. Minnisblað GL um gjaldskrá Tónlistarskóli Seltjarnarness, málsnr. 2009120036.
    Samþykkt.
  4. Bréf frá Skottunum, fh. Kvennafrídagsins 2010 dags. 30.04.2010, beiðni um styrk, málsnr. 2010050005.
    F&L sér sig ekki fært að verða við erindinu.
  5. Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri sagði frá undirbúnings vinnu við tilfærslu á þjónustu við fatlaða. Málsn. 2009120014
    Bæjarstjóri lagði til að skipuð yrði þriggja manna nefnd til að fjalla um málið, SA, EM og RKM. SA verði formaður hópsins og taki frumkvæði í undirbúningi málsins.
  6. Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri lagði fram upplýsingar um fjölda atvinnulausra í lok apríl 2010 á Nesinu.
  7. Bréf Velferðarvaktarinnar dags. 20.04.2010, um eflingu um fjölbreytilegra úrræði í barnavernd, málsnr. 2010040041.
    Lagt fram og vísað til félagsmálaráðs.
  8. Tillaga bæjarstjóra um gjaldskrá fyrir útleigu á fræðasetri til leik- og grunnskóla bæjarins, dags. 26.03.2010, málsnr. 2010030091.
    Samþykkt.
  9. Bréf frá ÓS dags. 12.04.2010, málsnr. 2010050003.
    Miðað við þær aðstæður sem ríkja í dag telur F&L ekki fært að verða við erindinu.
  10. Minnisblað GL varðandi starfsviðurkenninga til starfsmanna bæjarins, málsnr. Málsnr. 2010050002.
    Samþykkt og vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.
  11. Sveitarstjórnarkosningar: undirbúningur og framkvæmd. Málsnr. 2010030103
    SB gerði grein fyrir undirbúningi kosninga og fór yfir helstu atriði.
  12. Minnisblað garðyrkjustjóra varðandi innigarð í Valhúsaskóla, málsnr. 2010050004.
    Samþykkt og vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

Fundi slitið kl. 8:55

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?