423. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness mánudaginn 29. mars, 2010 kl. 08:00.
Mánudaginn 29. mars 2010, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Stefán Pétursson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir.
Auk þess sátu fundinn: Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri,Gunnar Lúðvíksson verkefnastjóri fjárhags- og stjórnsýslusviðs.
Fyrir var tekið:
- Lækningaminjasafnið í Nesi.
ÞS mætti á fundinn og upplýsti um sérfræðiúttekt á verkframkvæmdum. Bæjarstjóra falið að halda áfram með málið miðað við umræður á fundinum. - Fjármál sveitarfélaga 2002 - 2008.
Fulltrúi frá PWC kynnti greinargerð. - Lagðar fram upplýsingar um niðurgreiðslur til dagmæðra, málsnr. 2010010037.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu, F&L vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjóra. - Auglýsing sumarstarfa 2010. GL lagði fram fjárhagsáætlun vegna sumarstarfa og fyrirkomulag starfa, málsnr. 2010030053.
Samþykkt aukafjárveiting og vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. - Tillaga GL varðandi útboð á sorphirðu málsnr. 2010030092.
F&L samþykkir að fara ekki í útboð heldur framlengja samninginn við núverandi aðila um eitt ár eins og samningur heimilar. - Bréf Lýðheilsustöðvar varðandi verkefnið Öruggt samfélag, dag. 12.02.2010 málsnr. 2010030095.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu, lagt fram kynningarbréf Lýðheilustöðvar dags. 12.02.2010, varðandi alþjóðlega ráðstefnu um Öruggt samfélag sem haldin verður í Reykjavík í maí nk. Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu. - Bæjarstjóri lagði til að gerð yrðu drög að innkaupareglum fyrir Seltjarnarnesbæ, reglur þessar eru til að stuðla að vönduðum og hagkvæmum innkaupum bæjarins og tryggja gæði vöru, þjónustu og verka sem Seltjarnarnesbær kaupir. málsnr. 2007110004
Fjármálastjóra falið að gera drög og leggja fyrir F&L. - Lagt fram bréf frá JVM varðandi lög nr. 94/1996 um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur og sveitarstjórnarlög nr. 45/1998 og ábyrgð sveitarstjórna, málsnr.2010030007
Lagt fram. - Bréf Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis dags. 17.03.2010, breyting á gjaldkskrá fyrir heilbrigðiseftirlit, málsnr. 2010030063.
Samþykkt. - Ársreikningur Sorpu fyrir árið 2009, málsnr. 2009090035.
Lagt fram. - Bréf ASG, beiðni um niðurfellingu gjalda, málsnr. 2010030056.
F&L vísar erindinu til félagsmálanefndar. - Bréf SB dags. 25.03.2010, málsnr. 2010030094.
F&L felur fjármálastjóra að greina eftirlaunarétt starfsmanna. - Tillaga á breytingu á gjaldskrá útleigu fræðaseturs, dagsl. 26.03.2010, málsnr. 2010030091.
Samþykkt, að veita skólum bæjarins afslátt frá núgildandi gjaldskrá. - Bréf slökkviliðsstjóra varðandi frumvarp til laga um breytingu á lögum um brunavarnir, nr. 75/2000, með síðari breytingum sem var lagt fyrir Alþingi á 138. Löggjafarþingi 2009-2010, þskj. 744-427. mál, málsnr. 2010030032
Lagt fram og samþykkt.
Fundi slitið kl. 9:35