Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

16. desember 2009

Miðvikudagur 16. desember 2009, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Stefán Pétursson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir. og Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri. 

Auk þess sátu fundinn: Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson verkefnastjóri bæjarins. Einnig mætti á fundinn Snorri Aðalsteinsson og gerði grein fyrir lið 9 og 10 í fundargerðinni     

Fyrir var tekið:

  1. Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2010.
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögu að álagningu gjalda, einnig lagði bæjarstjóri fram  tillögur að gjaldskrárbreytingum  Tillögurnar samþykktar og vísað til afgreiðslu við síðari umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.
  2. Bréf frá Björgunarsveitinni Ársæli dags. 16.09.09, málsnr. 2009090090/82.
    F&L vísar bréfinu til afgreiðslu styrkja samkvæmt fjárhagsáætlun 2010.
  3. Skýrsla um sumarnámskeið, málsnr. 2008030060.
    Lagt fram, F&L vísar bréfinu til afgreiðslu bæjarstjóra.
  4. Beiðni um styrk v/útg. Gönguleiða um höfuðborgarsvæðið málsnr. 2009120013.
    F & L sér sig ekki fært að verða við erindinu.
  5. Fyrirspurn frá ÓE varðandi rýnihópavinnu.
    Bæjarstjóra falið að upplýsa ÓE um niðurstöðu umræðna.
  6. Bréf Landverndar varðandi styrk vegna verkefnisins “Skógar á grænni grein” árið 2010, dags. 30.11.09,  málsnr. 2009110060.
    F & L sér sig ekki fært að verða við erindinu.
  7. Bréf Ungmennafélags Íslands varðandi stuðning við íþrótta- og æskulýðsstarf, dags. 10.11.09 málsnr. 2009110062.
    Vísað til kynningar til ÍTS.
  8. Minnisblað Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi stöðuyfirlit vegna inflúensufaraldurs – nr. 5, dags. 02.12.09.
    Lagt fram.
  9. Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi tilfærslu á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga, dags. 30.11.09 málsnr. 2009120014.
    Félagsmálastjóri og bæjarstjóri gerðu grein fyrir undirbúningi málsins og falið að vinna áfram að málinu.
  10. SA lagði fram tillögu að reglum um þátttöku í kostnaði aldraðra við sjúkraþjálfun dags. 29.10.09, málsnr. 2009100069.
    Samþykkt.
  11. Bréf Strætó bs varðandi rekstraráætlun 2010, ddags. 05.11.09, málsnr. 2009110015.
    F&L vísar bréfinu til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010.
  12. Bréf Stígamóta varðandi styrk, dags. 18.11.09 málsnr. 2009110044.
    F&L vísar bréfinu til félagsmálaráðs við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010.
  13. Bréf Sorpu bs. Varðandi rekstraráætlun 2010 og þriggja ára áætlun 2011-2013, dags. 18.11.09, málsnr. 2009110046.
    F&L vísar bréfinu til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010.
  14. Formaður kynnti erindi frá meistaraflokksráði handknattleiksdeildar Gróttu.
    Samþykkt kr. 50.000,-

Fundi slitið kl. 9:15

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?