Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

25. nóvember 2009

Miðvikudagur 25. nóvember 2009, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Stefán Pétursson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri. 

Auk þess sat fundinn: verkefnastjóri bæjarins Gunnar Lúðvíksson.       

Fyrir var tekið:

  1. Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2010.
    Bæjarstjóri fór yfir frumdrög að fjárhagsáætlun og greindi nánar frá vinnu við undirbúning að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010.
  2. Bréf KPMG dags. 23.11.09 stjórnsýsluskoðun, málsnr. 2009110052.
    Bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið í samræmi við umræður á fundinum.
  3. Lögð fram tillaga að breytingu á reglum um afslátt af fasteignagjöldum málsnr. 2009100050.
    Samþykkt.
  4. Bréf Félag einstæðra foreldra dags. 13.10.09 málsnr. 2009110045.
    F&L vísar erindinu til félagsmálaráðs til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010.
  5. Bréf Sorpu dags. 18.11.09 málsnr. 2009110046.
    F & L vísar bréfinu til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010.
  6. Minnisblað VSÓ ráðgjöf um undirbúning Hjúkrunarheimilis.
    Bæjarstjóra falið að fresta ofangreindri ráðgjöf þar til annað er ákveðið í samræmi við umræður á fundinum..
  7. Lagður fram samningur við Arkís vegna deiliskipulags fyrir hjúkrunarheimili.
    F & L vísar samningnum til Skipulags- og mannvirkjanefndar til nánari skoðunar þar sem nýjar upplýsingar frá Seltjarnarneskirkju liggja fyrir.
  8. Bæjarstjóri lagði fram minnisblað SA varðandi upplýsingar um atvinnuleysi, fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur.
    Lagt fram.
  9. Íbúaþing 24.11.09 bæjarstjóri sagði frá fundi með íbúum sem haldinn var í gær.
  10. Lýsislóð, bæjarstjóri og ÁÁÁ gerðu grein fyrir málinu og málið rætt.
    Bæjarstjóra falið að halda áfram með málið í samræmi við umræður.

Fundi slitið kl. 9:00

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?