Miðvikudagur 25. nóvember 2009, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Stefán Pétursson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri.
Auk þess sat fundinn: verkefnastjóri bæjarins Gunnar Lúðvíksson.
Fyrir var tekið:
- Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2010.
Bæjarstjóri fór yfir frumdrög að fjárhagsáætlun og greindi nánar frá vinnu við undirbúning að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010. - Bréf KPMG dags. 23.11.09 stjórnsýsluskoðun, málsnr. 2009110052.
Bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið í samræmi við umræður á fundinum. - Lögð fram tillaga að breytingu á reglum um afslátt af fasteignagjöldum málsnr. 2009100050.
Samþykkt. - Bréf Félag einstæðra foreldra dags. 13.10.09 málsnr. 2009110045.
F&L vísar erindinu til félagsmálaráðs til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010. - Bréf Sorpu dags. 18.11.09 málsnr. 2009110046.
F & L vísar bréfinu til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010. - Minnisblað VSÓ ráðgjöf um undirbúning Hjúkrunarheimilis.
Bæjarstjóra falið að fresta ofangreindri ráðgjöf þar til annað er ákveðið í samræmi við umræður á fundinum.. - Lagður fram samningur við Arkís vegna deiliskipulags fyrir hjúkrunarheimili.
F & L vísar samningnum til Skipulags- og mannvirkjanefndar til nánari skoðunar þar sem nýjar upplýsingar frá Seltjarnarneskirkju liggja fyrir. - Bæjarstjóri lagði fram minnisblað SA varðandi upplýsingar um atvinnuleysi, fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur.
Lagt fram. - Íbúaþing 24.11.09 bæjarstjóri sagði frá fundi með íbúum sem haldinn var í gær.
- Lýsislóð, bæjarstjóri og ÁÁÁ gerðu grein fyrir málinu og málið rætt.
Bæjarstjóra falið að halda áfram með málið í samræmi við umræður.
Fundi slitið kl. 9:00