417. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness miðvikudaginn 11. nóvember, 2009 kl. 08.00.
Miðvikudagur 11. nóvember 2009, kl. 08.00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Pétursson.
Auk þess sat fundinn: fjármálastjóri bæjarins Birgir Finnbogason.
Fyrir var tekið:
- Endurskoðun fjárhagsáætlunar Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2009. F&L vísar tillögu að endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009 til afgreiðslu bæjarstjórnar.
- Bréf Rannsókna og greiningar varðandi niðurstöður rannsóknarinnar Ungt fólk 2009, mótt. 30.10.09 málsnr. 2009100049. Lagt fram.
- Fjárhagsáætlun SSH fyrir árið 2010 málsnr. 2009110022. F&L vísar áætlunni til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010.
- Bréf Strætó bs. varðandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2010, dags. 05.11.09 málsnr. 2009110015. F&L vísar bréfinu til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010.
- Bréf Landsnet dags. 02.11.2009 Kerfisáætlun 2009, Aflt og orkujöfnuður 2012/2012 málsnr. 2009110016. Lagt fram.
- Bréf Landgræðslu Ríkisins dags. 30.10.2009 málsnr. 2009110077. F&L vísar til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010.
- Bréf Veraldarvina varðandi samstarf á árinu 2010, dags. 05.11.09 málsnr. 2009110012. F&L vísar bréfinu til umfjöllunar umhverfisnefndar.
- Bréf Sjálfsbjargar varðandi styrk, dags. 20.10.09 málsnr. 2009110001. F&L vísar bréfinu til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010.
- OS lagði fram samning við Skyggni varðandi “Rent a prent samning” við Seltjarnarnesbæ, dags. 01.10.09 málsnr. 2009110018. F&L samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
- Bréf Félags heyrnarlausra dags. 01.11.09 um styrk málsnr. 2009110021. F&L samþykkir 50. þús.
- Bréf Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytið dags. 08.10.09 beiðni um umsögn varðandi jarða- og ábúðarlaga málsnr. 2009100044. Umsögn lögð fram.
- Leyfi fyrir flugeldasölu í húsnæði Suðurströnd 7 á Seltjarnarnesi málsnr. 2009110004. Samþykkt.
- Bréf Fjölskylduhjálpar Íslands dags. október 2009 beiðni um styrk málsnr. 2009100073. F&L vísar erindingu til Félagsmálaráðs.
- Bréf Kvennaathvarfsins dags. október 2009 beiðni um styrk málsnr. 2009100072. F&L vísar erindingu til Félagsmálaráðs.
- Tekið til umfjöllunar liður nr.13 frá síðasta fundi nr. 416. F&L telur ekki sé nú unnt við núverandi aðstæður að verða við erindinu.
Fundi slitið kl. 09:10