416. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness miðvikudaginn 28. október, 2009 kl. 08.00.
Miðvikudagur 28. október 2009, kl. 08.00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Pétursson.
Auk þess sat fundinn: fjármálastjóri bæjarins Birgir Finnbogason.
Fyrir var tekið.
- Bréf samgönguráðuneytisins varðandi ársskýrslu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 05.10.09 málsnr. 2009100049. Lagt fram.
- Bréf Brunabótafélags Íslands EBÍ dags. 12.10.09 um ágóðahlutagreiðslu ársins 2009 málsnr. 2009100038. Lagt fram.
- Bréf frá Fulltingi lögfræðiþjónustu þar sem fram koma upplýsingar um kröfulýsingafrest og upptalning fjármálafyrirtækja málsnr. 2009100052. Lagt fram.
- Bréf LEX lögmannastofu til sveitarstjórnarmanna á höfuðborgarsvæðinu varðandi kvörtun vegna samkomulags Sorpstöðvar Suðurlands bs og Sorpu bs dags. 21.10.09 málsnr. 2009100054. Lagt fram.
- Bréf frá The Supreme Master Ching Hai dags. 07.10.09 málsnr. 2009100055. F&L telur eigi unnt að verða við erindinu.
- Bréf Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins dags. 08.10.09 beiðni um umsögn við spurningum vinnuhóps um endurskoðun jarða- og ábúðarlaga. Bæjarstjóra falið að gera umsögn.
- Bréf Neytendasamtakanna dags. 13.10.09 málsnr. 2009100037 beiðni um styrk. F&L frestar erindinu fram í janúar 2010.
- Bréf dags. 16.10.09 beiðni um stuðning við Snorraverkefnið sumarið 2010 málsnr. 2009100041. F&L frestar erindinu fram í janúar 2010.
- Bréf stjórnar Reykjanesfólkvangs dags. 12.10.09 varðandi verkefnið Eldfjallagarður málsnr. 2009100036. F&L tekur jákvætt undir hugmyndir VSÓ ráðgjafar en telur rétt að fjallað verði um verkefnið hjá SSH.
- BF gerði grein fyrir niðurfellingu á atvinnulóðaleigu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna ársins 2009 og 2008 málsnr. 2009090072. F&L samþykkir niðurfellinguna.
- BF gerði grein fyrir stöðu endurskoðunar á fjárhagsáætlun 2009.
- Bæjarstjóri lagði fram bréf dags. 29.09.09 frá BF, OM og OS varðandi úrsögn úr Starfsmannafélagi Seltjarnarness málsnr. 2009100061. Lagt fram.
- Bæjarstjóri lagði fram bréf frá BF, OM og OS varðandi endurskoðun á launakjörum málsnr. 2009100051. Frestað til næsta fundar.
- Bréf frá BF dags. 23.10.09 beiðni um tímabundna lausn frá störfum án launa. F&L sér sig ekki fært að verða við erindinu. Bæjarstjóra falið að gera ráðstafanir þegar í stað til að mæta þessu.
Fundi slitið kl. 8:55