415. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 15. október, 2009 kl. 08.00.
Fimmtudaginn 15. október 2009, kl. 08.00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Pétursson.
Auk þess sat fundinn: fjármálastjóri bæjarins Birgir Finnbogason.
Fyrir var tekið:
- BF lagði fram erindi um lækkun á fasteignagjöldum málsnr. 2009100028 dags. 09.10.09 ásamt greinagerð frá SA. Samþykkt.
- BF lagði fram minnisblað um yfirdrátt bæjarins.
- Bréf ÁK/ÁHV dags. 28.09.09 málsnr. 2009090089. F&L hafnar erindinu.
- Bréf Crymogea ehf. varðandi boð um kaup á bókinni Flora Islandica málsnr. 2009100013. F&L telur eigi unnt að verða við erindinu.
- Bréf Barnaheilla dags. 05.10.09 málsnr. 2009100014. Lagt fram.og sent til skóla- ÍTS- og félagsmálaráðs.
- Bréf frá Capacent varðandi stjórnsýsluúttektar málsnr. 2009030079. Fjármálastjóra falin afgreiðslu málsins í samræmi við umræður.
- Bréf KFUM varðandi styrk fyrir árið 2010 dags. 29.09.09 málsnr. 2009100009. F&L samþykkir 100 þús. og felur fjármálastjóra afgreiðslu þess.
- Bréf Björgunarsveitarinnar Ársæls dags. 16.09.2009 beiðni um rekstrarstyrk. Málsnr. 2009090090. Lagt fram og sent til ÍTS.
- HS lagði fram umsókn um sérkennslu fyrir börn í Mánabrekku dags. 28.09.09 málsnr. 2009070042. Samþykkt fjármálastjóra falin afgreiðslu málsins.
- Bæjarstjóri lagði fram drög að reglum um viðurkenningar á starfsafmælum málsnr. 2009090077. F&L samþykkir þær fyrir sitt leiti og vísar til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009 og til staðfestingar í bæjarstjórn.
- Bæjarstjóri lagði fram upplýsingar varðandi greiðslur á hvatastyrkjum á árinu 2009.
- Málefni Strætó bs. Bæjarstjóri gerði grein fyrir umræðu um málefni Strætó bs.
- Bæjarstjóri lagði fram samkomulag um afnotasamning vegna herbergis að Skólabraut 3-5 fyrir hárgreiðsluþjónustu dags. 30.09.09.
Fundi slitið kl. 08:45