414. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 24. september, 2009 kl. 08.00.
Fimmtudaginn 24. september 2009, kl. 08.00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Pétursson.
Auk þess sat fundinn: fjármálastjóri bæjarins Birgir Finnbogason.
Fyrir var tekið:
- Drög að 3ja ára áætlun fyrir 2010 – 2012 lögð fram.
- BF gerði grein fyrir samningi milli KPMG og bæjarins vegna endurskoðunar dags. 15.09.09, málsnr. 2009090050. Samningur staðfestur.
- Bréf frá Mánabrekku dag. 29.06.09 um aukningu í tónlistarkennslu. F&L telur eigi unnt að verða við erindinu.
- Bréf frá CHT dags. 06.09.09 beiðni um styrk, málsnr. 2009090025. F&L telur eigi unnt að verða við erindinu.
- Bréf Kvennfélagsambands Íslands dagb. 18.09.09 málsnr. 2009090066. Lagt fram.
- Bréf Northern Lights Energy ehf. varðandi raforkuknúnar bifreiðar, ódags. F&L vísar bréfinu til framkvæmdastjóra tækni- og umhverfissviðs til umsagnar.
- Bréf Bandalag íslenskra leikfélaga dags. 10.09.09 varðandi sumarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga, málsnr. 2009090067. Lagt fram og sent til menningarnefndar
- Bréf Vinnueftirlitsins dags. 22.09.09 varðandi vinnuverndarstarf í fyrirtækjum, málsnr. 2009090069. F&L vísar til framkvæmdastjóra tækni- og umhverfissviðs.
- Bréf Blindrafélagsins dag. 18.09.09 varðandi styrkbeiðni, málsnr. 2009090059. F&L samþykkir að verða við erindinu og felur fjármálastjóra afgreiðslu þess.
- Bréf Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna dags. 19.09.09 varðandi styrkbeiðni, málsnr. 2009090048. F&L samþykkir 25 þús. og felur fjármálastjóra afgreiðslu þess.
- Bréf KS dags. 08.09.2009, málsnr. 2006020038 Bæjarstjóra falin afgreiðsla.
- Ársreikningur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu SSH fyrir árið 2008, málsnr. 2009090036. Lagt fram.
- Árshlutareikningur Sorpu bs fyrir tímabilið janúar – júní 2009, málsnr. 2009090035. Lagt fram.
- Árshlutareikningur Strætó bs fyrir tímabilið janúar – júní 2009, málsnr. 2009090035. Lagt fram.
- Ársreikningur Stjórn Reykjanesfólkvangs fyrir árið 2008, málsnr. 2009090028. Lagt fram.
- Bréf samgönguráðuneytisins varðandi ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2009, dags..15.09.09, málsnr. 2009090074.Lagt fram.
- Bréf fræðslu- og menningarfulltrúa dags. 23.09.09 varðandi UNICEF, málsnr. 2009080008. Lagt fram.
Fundi slitið kl. 8:55