Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

04. september 2009

412. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness föstudaginn 4. september, 2009 kl. 08.00. 

Föstudaginn  4. September 2009, kl. 08.00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir:  Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Pétursson. 

Auk þess sátu fundinn: fjármálastjóri, menningarfulltrúi og framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs.   

Fyrir var tekið:

  1. Minnisblað ÓS um stofnun neyðarstjórnar Seltjarnarnesbæjar málsnr. 2009060024.
  2. Menningarfulltrúi gerði grein fyrir vinnu starfshóps um stoðþjónustu á Seltjarnarnesi vegna ástands í samfélaginu 2009 málsnr. 2009010077. Samþykkt að hópurinn starfi áfram fram á næsta vor 2010 og gegni sama hlutverki.
  3. Erindi frá stjórn húsfélagsins að Skólabraut 3-5, vegna framkvæmda á viðhaldi við húseignirnar, dags.  03.09.09 málsnr.2009090017. Samþykkt að verða við erindinu en jafnframt að bærinn sjái framvegis ekki um fjármögnun framkvæmda húsfélagsins.
  4. Minnisblað framkvæmdastjóra fjármálasviðs varðandi heildarkostnað vegna sumarvinnu bæjarins í sumar málsnr. 2008100049.  Lagt fram og kynnt.
  5. BF kynnti fyrirhugaðar breytingar á Starfsmenntunarsjóði Eflingar Kópavogs og Seltjarnarnesbæjar. BF falið að skoða málið nánar.
  6. BF gerir grein fyrir tryggingastærðfræðilegri úttekt á lífeyrisskuldbindingum bæjarins málsnr. 2009020019.
  7. Minnisblað framkvæmdastjóra fjármálasviðs varðandi samning við trúnaðarlækni málsnr. 2009070068. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi.
  8. Erindi frá SG varðandi bifreiðastæði húseignarinnar að Austurströnd 3, málsnr. 2009070040. Bæjarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
  9. Beiðni allsherjarnefndar um umsögn um frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna 149. mál, persónukjör málsnr. 2009080009.
    F&L felur bæjarstjóra að senda umsögn um frumvarpið í samræmi við umræður á fundinum.
  10. Árshlutauppgjör án skýringa janúar til júní 2009, ásamt áætlaðri útkomuspá í árslok 31.12.2009. Framkvæmdastjóri BF gerði grein fyrir árshlutauppgjöri án skýringa fyrir tímabilið janúar – júní 2009 og áætlaða útkomuspár 31.12.2009 m.v. rauntölur fyrstu  sex mánuði ársins.
  11. Lögð fram handbókin Jöfnum leikinn um kynjasamþættingu frá Jafnréttisstofu, málsnr. 2009080026. Lagt fram og sent til Jafnréttisnefndar.
  12. Bréf frá Björgunarsveitinni Ársæli, beiðni um styrk vegna unglingadeildar sveitarinnar, málsnr. 2009060030. Lagt fram og sent til íþrótta- og æskulýðsnefndar.
  13. Bréf Vinnueftirlitsins dags. 06.07.09 varðandi áhættumat starfa og forvarnir vegna öryggis og heilsu starfsmanna, málsnr. 2009070010. Lagt fram og sent til framkvæmdastjóra Tækni- og umhverfissviðs.
  14. Bæjarstjóri kynnti þjónustukönnun á vegum Capacent Gallup málsnr. 2009080049.
  15. Kynningarbæklingur frá Pro-Ark teiknistofu með yfirliti yfir það helsta sem stofan hefur verið að bjóða sveitarfélögum málsnr. 2009080046.  Lagt fram.
  16. Bréf SSH varðandi málefni Strætó bs dags. 21.08.09, einnig minnisblað framkvæmdastjóra SSH frá 16. 08.09 til stjórnar,. málsnr. 2009080025. Lagt fram.
  17. Lagt fram árs uppgjör 2008 Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins ásamt árshlutauppgjöri  janúar til maí 2009 málsnr. 209060020. Lagt fram.
  18. Ársskýrsla Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma fyrir árið 2008, málsnr. 2009060004. Lagt fram.
  19. Ársskýrsla Seltjarnarneskirkju fyrir árið 2008, málsnr. 2009050058. Lagt fram.
  20. 20.  Bréf UNICEF Ísland, þar sem komið er á framfæri nokkrum atriðum er varða velferð og réttindi íslenskra barna, málsnr. 2009080008. Lagt fram og sent til skólanefndar.
  21. Bréf R3 Ráðgjöf ehf., þar sem starfsemi þeirra er kynnt, málsnr. 2009080010. Lagt fram.
  22. Bæjarstjóri upplýsti um starfslok EN um áramótin. Málsn. 2009080029.

 

Fundi slitið kl. 09:00

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?