412. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness föstudaginn 4. september, 2009 kl. 08.00.
Föstudaginn 4. September 2009, kl. 08.00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Pétursson.
Auk þess sátu fundinn: fjármálastjóri, menningarfulltrúi og framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Fyrir var tekið:
- Minnisblað ÓS um stofnun neyðarstjórnar Seltjarnarnesbæjar málsnr. 2009060024.
- Menningarfulltrúi gerði grein fyrir vinnu starfshóps um stoðþjónustu á Seltjarnarnesi vegna ástands í samfélaginu 2009 málsnr. 2009010077. Samþykkt að hópurinn starfi áfram fram á næsta vor 2010 og gegni sama hlutverki.
- Erindi frá stjórn húsfélagsins að Skólabraut 3-5, vegna framkvæmda á viðhaldi við húseignirnar, dags. 03.09.09 málsnr.2009090017. Samþykkt að verða við erindinu en jafnframt að bærinn sjái framvegis ekki um fjármögnun framkvæmda húsfélagsins.
- Minnisblað framkvæmdastjóra fjármálasviðs varðandi heildarkostnað vegna sumarvinnu bæjarins í sumar málsnr. 2008100049. Lagt fram og kynnt.
- BF kynnti fyrirhugaðar breytingar á Starfsmenntunarsjóði Eflingar Kópavogs og Seltjarnarnesbæjar. BF falið að skoða málið nánar.
- BF gerir grein fyrir tryggingastærðfræðilegri úttekt á lífeyrisskuldbindingum bæjarins málsnr. 2009020019.
- Minnisblað framkvæmdastjóra fjármálasviðs varðandi samning við trúnaðarlækni málsnr. 2009070068. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi.
- Erindi frá SG varðandi bifreiðastæði húseignarinnar að Austurströnd 3, málsnr. 2009070040. Bæjarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
- Beiðni allsherjarnefndar um umsögn um frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna 149. mál, persónukjör málsnr. 2009080009.
F&L felur bæjarstjóra að senda umsögn um frumvarpið í samræmi við umræður á fundinum. - Árshlutauppgjör án skýringa janúar til júní 2009, ásamt áætlaðri útkomuspá í árslok 31.12.2009. Framkvæmdastjóri BF gerði grein fyrir árshlutauppgjöri án skýringa fyrir tímabilið janúar – júní 2009 og áætlaða útkomuspár 31.12.2009 m.v. rauntölur fyrstu sex mánuði ársins.
- Lögð fram handbókin Jöfnum leikinn um kynjasamþættingu frá Jafnréttisstofu, málsnr. 2009080026. Lagt fram og sent til Jafnréttisnefndar.
- Bréf frá Björgunarsveitinni Ársæli, beiðni um styrk vegna unglingadeildar sveitarinnar, málsnr. 2009060030. Lagt fram og sent til íþrótta- og æskulýðsnefndar.
- Bréf Vinnueftirlitsins dags. 06.07.09 varðandi áhættumat starfa og forvarnir vegna öryggis og heilsu starfsmanna, málsnr. 2009070010. Lagt fram og sent til framkvæmdastjóra Tækni- og umhverfissviðs.
- Bæjarstjóri kynnti þjónustukönnun á vegum Capacent Gallup málsnr. 2009080049.
- Kynningarbæklingur frá Pro-Ark teiknistofu með yfirliti yfir það helsta sem stofan hefur verið að bjóða sveitarfélögum málsnr. 2009080046. Lagt fram.
- Bréf SSH varðandi málefni Strætó bs dags. 21.08.09, einnig minnisblað framkvæmdastjóra SSH frá 16. 08.09 til stjórnar,. málsnr. 2009080025. Lagt fram.
- Lagt fram árs uppgjör 2008 Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins ásamt árshlutauppgjöri janúar til maí 2009 málsnr. 209060020. Lagt fram.
- Ársskýrsla Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma fyrir árið 2008, málsnr. 2009060004. Lagt fram.
- Ársskýrsla Seltjarnarneskirkju fyrir árið 2008, málsnr. 2009050058. Lagt fram.
- 20. Bréf UNICEF Ísland, þar sem komið er á framfæri nokkrum atriðum er varða velferð og réttindi íslenskra barna, málsnr. 2009080008. Lagt fram og sent til skólanefndar.
- Bréf R3 Ráðgjöf ehf., þar sem starfsemi þeirra er kynnt, málsnr. 2009080010. Lagt fram.
- Bæjarstjóri upplýsti um starfslok EN um áramótin. Málsn. 2009080029.
Fundi slitið kl. 09:00