Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

13. ágúst 2009

411. fundur  Fjárhags- og launanefndar  Seltjarnarness  var  haldinn fimmtudaginn 13. ágúst  2009 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

 

Fimmtudaginn 13. ágúst 2009 kl. 08:00 kom F&L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir:  Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Pétursson.  Auk þess sátu fundinn: fjármálastjóri, félagsmálastjóri og forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs. 

Fyrir var tekið:

  1. BF segir frá breytingu á lögum um skráningu og mat fasteigna samkv. lögum nr. 83/2008.
  2. BF kynnir nýtt fasteignamat eigna á Seltjarnarnesi, sem miðast við 31. maí 2009.
  3. Lagt fram samþykkt borgarráðs frá 16. júlí sl. vegna afgreiðslu á  tillögu stjórnar SSH frá 15. júní sl. um endurfjármögnun á Strætó bs.
  4. Vinna sumarfólks í ágúst.  Lagt fram.
  5. Lagt fram yfirlit yfir skil staðgreiðslu til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu janúar 2008 – júní 2009.
  6. Beiðni um styrk vegna heimildarmyndar um Ólympíukappana okkar „Gott silfur gulli betra“.  F&L telur ekki unnt að verða við erindinu.
    (Málsnúmer : 2009070055 )
  7. Lögð fram tilboð í endurskoðun hjá Seltjarnarnesbæ.
    F&L samþykkti að leggja til að tekið verði lægsta tilboði bjóðenda í endurskoðun og gangi til samninga við KPMG.
  8. Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi lýðræðismál í sveitarfélögum og málþing 19. ágúst nk. dags. 17/07/09.
    (Málsnúmer: 2009070044 )
    Lagt fram.
  9. Bréf Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu varðandi hraðamælingar á Seltjarnarnesi. (Málsnúmer : 2009070024 )
    Lagt fram.
  10. Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi skil á mánaðarlegum upplýsingum um fjármál sveitarfélaga.
    ( Málsnúmer: 2009070030 )
    Lagt fram.
  11. Bréf Evrópuskrifstofan ehf., kynning á starfsemi.
    ( Málsnúmer : 2009070031 )
    Lagt fram.
  12. Ársskýrsla Landskerfis bókasafna hf.
    ( Málsnúmer : 2009070032 )
    Lagt fram og sent til menningarnefndar.
  13. Bréf Félags fagfólks í frítímaþjónustu varðandi starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimila fyrir börn og unglinga, dags. 15/07/09.
    ( Málsnúmer : 2009070043 )
    Lagt fram og sent ÍTS, félagsmálaráði og skólanefnd til kynningar.
  14. Bréf AFS á Íslandi varðandi stuðning við erlenda skiptinema, dags. 20/07/09.
    ( Málsnúmer : 2009070051 )
    Lagt fram.
  15. Bókun SSH varðandi niðurskurð á framkvæmdafé til Vegagerðar ríkisins.
    (Málsnúmer : 2009070046 )
    Lagt fram.
  16. Lögð fram drög að samstarfssamningi milli Seltjarnarnesbæjar og Umferðarstofu.
    ( Málsnúmer : 2009070045 )
    Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi.
  17. Bréf Búnaðarsamtaka Vesturlands varðandi framkvæmd refa- og minkaveiða, dags. 10/07/09.
    ( Málsnúmer : 2009070028 )
    F&L vísar bréfinu til afgreiðslu framkvæmdastjóra tækni og umhverfissviðs.
  18. Bréf GAM Management hf., Gamma ráðgjafar- og sjóðsstýringarfyrirtæki, dags. 07/07/09.
    ( Málsnúmer : 2009070020 )
    Lagt fram.
  19. Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi frumvarp til vegalaga, dags. 27/05/09
    ( Málsnúmer : 2009060021 )
    F&L tekur undir sjónarmið í bréfinu um að ríkið verði að tryggja fjárveitingar vegna viðhalds og endurbóta vega við yfirtöku sveitarfélaga á þeim samkvæmt nýrri vegaskrá.
  20. Bréf Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands varðandi styrktarsjóð EBÍ 2009, dags. 28/05/09.
    ( Málsnúmer 2009060006 )
    Vísað til ÍTS.
  21. Minnisblað framkvæmdastjóra fjármálasviðs varðandi endurskoðun trygginga Seltjarnarnesbæjar, dags. 10/08/09
    Lagt til að bjóða út tryggingar bæjarins.
  22. Tilnefning á regluverði samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti
    F&L samþykkti að tilnefna Birgi Finnbogason framkvæmdastjóra F&S regluvörð Seltjarnarnesbæjar.
  23. Viðbragðsáætlun Seltjarnarnesbæjar vegna inflúensu.  Verkefnisstjóri gerir grein fyrir stöðu málsins og þeirri vinnu sem er í gangi.
  24. Félagsmálastjóri gerir grein fyrir þróun atvinnuleysis og fjárhagsaðstoðar.
  25. Árshlutauppgjör án skýringa janúar til júní 2009.  Framkvæmdastjóri F&S gerir grein fyrir uppgjörinu.
  26. Drög að þriggja ára áætlun 2010 – 2012.  Framkvæmdastjóri F&S gerir grein fyrir áætlunardrögunum.

 

Fundi slitið kl. 09:20

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)          Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)            

Stefán Pétursson (sign)                     

 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?