407. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn þriðjudaginn 10. mars 2009 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.
Fundarritari: Birgir Finnbogason.
- Lagt fram og kynnt yfirlit yfir skuldbindingar bæjarsjóðs. (Málsnúmer : 2009030029 )
- Lagt fram og kynnt yfirlit yfir álagningu fasteignagjalda 2009 í samanburði við áætlun. (Málsnúmer : 2009020026 )
- Lagt fram yfirlit yfir meginstærðir úr tilboðum í bankaviðskipti og ávöxtun fjármuna bæjarsjóðs.
Samþ. veltureikningar hjá Íslandsbanka og ávöxtun allt að 700 millj. kr. hjá Kaupþingi á aðgengilegum tryggum innlánsreikningi. (Málsnúmer : 2009020028 ) - Lögð fram og kynnt starfsáætlun fjárhags- og stjórnsýslusviðs fyrir árið 2009. (Málsnúmer : 2009030014 )
- Lagt fram minnisblað um samninga við félagsmálaráðuneytið vegna byggingar hjúkrunarheimilis, dags. 9. febrúar 2009. Forsendur samþykktar. (Málsnúmer : 2008030007 )
- Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra tækni- og umhverfissviðs vegna nýrra áherslna í starfsemi áhaldahúss. Afgreiðslu frestað. (Málsnúmer : 2009030028 )
- Lagt fram minnisblað forstöðumanns Lækningaminjasafns vegna starfsemi 2009, dags. 6. mars 2009.
Afgreiðslu frestað. (Málsnúmer : 2009030030 ) - Lagt fram samkomulag um starfslok starfsmanns Grunnskóla Seltjarnarness til upplýsinga, dags. 26. febr. 2009.(Málsnúmer : 2009030013 )
- Lögð fram umsókn um námsleyfi frá æskulýðsfulltrúa / forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar Selinu, dags. 25. febrúar 2009.
Samþykkt. (Málsnúmer : 2009030013 ) - Lagt fram bréf frá G.M. vegna óskar um lækkun eða niðurfellingu á fasteignagjöldum, dags. 27. febrúar 2009.
Vísað til Félagsmálaráðs.
(Málsnúmer : 2009030001 ) - Lagt fram bréf frá handknattleiksdeild Gróttu, dags. 18. Febrúar 2009 um beiðni um afreksstyrk vegna bikarúrslitaleiks.
Samþykkt 250 þús. króna styrkur. (Málsnúmer : 2009020046 ) - Lagt fram bréf frá Skíðadeild KR dags. 18. febrúar 2009 með beiðni um styrk.
Samþykkt 300 þús. kr. styrkur. (Málsnúmer : 2009030031 ) - Lagður fram ársreikningur Strætó bs. 2008. (Málsnúmer : 2009030018 )
- Lagður fram ársreikningur Sorpu bs. 2008. (Málsnúmer : 2009030004 )
- Lagður fram ársreikningur SHS bs. 2008. (Málsnúmer : 2009030007 )
- Lagt fram bréf frá stjórnendum Strætó um fund með bæjarfulltrúum.
Samþykkt að fá fund með Strætó. - Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits um gjaldskrá vegna þjónustu.
Samþykkt. (Málsnúmer : 2009010083 ) - Lögð fram samþ. frá fundi kennara í Valhúsaskóla frá 3. mars sl. (Málsnúmer : 2009030024 )
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:10
Ásgerður Halldórsdóttir (sign) Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)
Sigrún Edda Jónsdóttir (sign) Jónmundur Guðmarsson (sign)