343. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn fimmtudaginn 15. apríl 2004 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð var fram þriggja ára áætlun skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins fyrir árin 2005-2007.
2. Lögð fram frumkostnaðaráætlun vegna hönnunar kirkjugarðs fyrir duftker á vegum Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis.
3. Lagt fram bréf frá skólastjóra Tónlistarskóla Seltjarnarness, dags. 1.4.2004 vegna kynnisferðar tónlistarskólakennara til Amsterdam 27. maí til 2. júní.
Samþykkt að styrkja hvern starfsmann um 5.000 kr. að viðbættum styrk skólanefndar.
4. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra félagsþjónustunnar, dags. 3.3.2004 vegna styrkbeiðni Krabbameinsfélags Reykjavíkur.
Samþykkt 30.000 kr. styrkur.
5. Lagt fram bréf frá grunnskólafulltrúa, dags. 7.4.2004 vegna styrkumsóknar um fræðsluvefinn Tákn með tali.
Afgreiðslu frestað.
6. Lagt fram bréf nemenda við Valhúsaskóla, dags. 24.3.2004 með beiðni um styrk vegna námsferðar.
Samþykktur styrkur að fjárhæð 150.000 kr.
7. Lagt fram bréf dags. 17.3.2004 með ósk um styrk til háskólanáms.
Fjárhags- og launanefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu.
8. Lagt fram bréf Lionshreyfingarinnar með ósk um þátttöku í landssöfnun Rauðu fjaðrarinnar.
Samþykkt að styrkja um 20.000 kr.
9. Bæjarstjóri upplýsti um niðurstöðu útboðs á vefsíðugerð fyrir Seltjarnarnesbæ.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 08:30
Ásgerður Halldórsdóttir (sign) Inga Hersteinsdóttir (sign)
Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign) Jónmundur Guðmarsson (sign)