406. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn þriðjudaginn 10. febrúar 2009 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Pétursson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Birgir Finnbogason ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
- Tillaga um tilhögun við val á endurskoðanda.
Samþykkt.
(Málsnúmer : 2008120013 ) - Lagt fram reiknilíkan Grunnskóla Seltjarnarness 2009-2010. F & L samþykkti fyrir sitt leyti og vísar til skólanefndar.(Málsnúmer : 2009010032 )
- Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra F & M vegna launagreiðslna fyrir matartíma starfsmanna leikskóla, dagsett 04/02/09. Við núverandi aðstæður er ekki hægt að verða við því að greiða þennan kostnað.
(Málsnúmer : 2009020004 ) - Lögð fram tillaga bæjarstjóra um ávöxtun lausafjár Seltjarnarnesbæjar.
(Málsnúmer : 2009020028 ) - Lagt fram minnisblað Fulltingis lögfræðiþjónustu, dagsett 03/02/09 vegna lóðar við Neströð 7.
Samþykkt að fela bæjarstjóra til framkvæmdar.
(Málsnúmer : 2009010091 ) - Lagt fram bréf Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins dagsett 19/01/09 um samþykkt gjaldskrár fyrir slökkviliðið.
(Málsnúmer : 2009010074 ) - Lögð fram til umsagnar breyting á gjaldskrá fyrir Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis, sbr. bréf Heilbrigðiseftirlitsins, dagsett 21/01/09.
(Málsnúmer : 2009010083 ) - Styrkbeiðni frá Nýsköpunarsjóði námsmanna, sbr. bréf dagsett 21/01/09.
Samþykkt 50.000 þúsund.
(Málsnúmer : 2009010087 ) - Styrkbeiðni frá Skáksambandi Íslands vegna Norðurlandamóts í skólaskák, skv. bréfi dagsett 21/01/09.
Samþykkt að vísa til ÍTS.
(Málsnúmer : 2009010081 ) - Styrkbeiðni frá Krabbameinsfélaginu skv. bréfi dagsett 17/12/08.
Samþykkt 50.000 styrkur.
(Málsnúmer : 2008120055 ) - Beiðni um launalaust leyfi starfsmanns í íþróttahúsi.
Ekki er unnt að verða við erindinu.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:40
Ásgerður Halldórsdóttir (sign) Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)
Stefán Pétursson (sign) Jónmundur Guðmarsson (sign)