Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

15. desember 2008

404. fundur  Fjárhags- og launanefndar  Seltjarnarness  var  haldinn þriðjudaginn 15. desember 2008 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Pétursson og Jónmundur Guðmarsson sem ritaði fundargerð. Guðrún Helga Brynleifsdóttir boðaði forföll.

 

            Þetta gerðist:

Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2009.
Samþykkt samhljóða að breyta áætluðum rekstri 2009 úr 1.511 millj.kr. í 1.521 m.kr. á grundvelli minnisblaðs B.F.(Málsnúmer :   2008100049  )

Erindi Snorraverkefnisins, dags. 28/11/08 með ósk um styrk.  Samþykkt samhljóða að veita  50.000 kr. styrk.
(Málsnúmer :  2008120021  )

Lagt fram minnisblað fjármálastjóra Strætó bs. um fjárhagsáætlun byggðasamlagsins 2009.
(Málsnúmer : 2008120017  )

Lagt fram bréf Neytendasamtakanna með ósk um stuðning samtakanna vegna námskeiðs í fjármálum heimilanna.  Samþykkt samhljóða að taka þátt í verkefninu.
(Málsnúmer :  2008120047  )

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:30

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)         

Stefán Pétursson (sign)                      Jónmundur Guðmarsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?