401. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn þriðjudaginn 21. október 2008 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Pétursson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
- Rætt var um forsendur fjárhagsáætlunar bæjarins fyrir árið 2009. Í ljósi breytts efnahagsástands er nauðsynlegt að breyta forsendum sem samþykktar voru í júní sl. Bæjarstjóri gerði grein fyrir breyttum forsendum fjárhagsáætlunar.
- Bæjarstjóri gerði grein fyrir samkomulagi Seltjarnarnesbæjar við Kaupþing banka um peningamarkaðsinnlán sem á að vera tryggt skv. vilyrði ríkisstjórnar Íslands um afnám hámarksupphæðar sbr. 9. gr. laga nr. 98/1999 um innistæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta. Einnig dreift minnisblaði lögmanns Fulltingis um málið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:35
Ásgerður Halldórsdóttir (sign) Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)
Stefán Pétursson (sign) Jónmundur Guðmarsson (sign)