Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

397. fundur 27. maí 2008

397. fundur Fjárhags- og launanefndar  Seltjarnarness  var  haldinn þriðjudaginn 27. maí 2008 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson  og Lúðvík Hjalti Jónsson,  sem ritaði fundargerð.

            Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra félagssviðs, dags. 20. maí s.l., þar sem óskað er eftir  aukafjárveitingu vegna úttektar á ferlimálum fatlaðra.
    Samþykkt með fyrirvara um kostnaðaráætlun.
    (Málsnúmer : 2003100063 )
  2. Lagt fram bréf Á.Þ. dags. 7. maí s.l. með beiðni um launað námsleyfi.
    Samþykkt níu mánaða námsleyfi skólaárið 2008-2009.(Málsnúmer: 2007100055 )
  3. Lagt fram bréf  dags. 14. apríl s.l. með beiðni um styrk vegna tónlistaræfinga sumarið 2008.
    Vísað til afgreiðslu æskulýðsfulltrúa.
    (Málsnúmer:  2008040064  )
  4. Lagt fram bréf dags. í mars s.l. frá Rannsóknarsjóði Bjarna Benediktssonar með ósk um styrk.
    (Málsnúmer :  2008040012  )
  5. Lagt fram bréf frá ADHD samtökunum með beiðni um styrk vegna fyrirhugaðrar ráðstefnu samtakanna.
    Samþykkt 30.000 kr. styrkur.
    (Málsnúmer :  2008050044   )

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:20

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)              Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)               Jónmundur Guðmarsson (sign)

 



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?