Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

395. fundur 08. apríl 2008

395. fundur Fjárhags- og launanefndar  Seltjarnarness  var  haldinn þriðjudaginn 8. apríl 2008 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson  og Lúðvík Hjalti Jónsson,  sem ritaði fundargerð.

            Þetta gerðist:

  1. Lögð fram tilboð sex fyrirtækja í rekstur og þjónustu tölvukerfa Seltjarnarnesbæjar.  Bæjarstjóra falið að ganga til samninga við lægstbjóðenda acronym title="T.M. Software">TMS. skv. lið 1 a.
    (Málsnúmer : 2008020036 )
  2. Lagt fram úthlutunarlíkan Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2008-2009.  Einnig lagt fram bréf framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs dags. 19. mars s.l. vegna úthlutunarlíkansins.
    Samþykkt og vísað til afgreiðslu skólanefndar.
    (Málsnúmer:  2008030045  )
  3. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs dags. 31.03.08 með beiðni um tímabundið aukið tímamagn til sundkennslu.
    Samþykkt samhljóða.
    (Málsnúmer:  2008030064  )
  4. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs dags. 27.03.08 vegna fatamála starfsmanna stjórnsýsluskrifstofa.
    Framkvæmdastjóra fjárhags- og stjórnsýslusviðs falið að endurskoða reglur um einkennisfatnað á stjórnsýsluskrifstofum.(Málsnúmer : 2008040053 )
  5. Lagt fram samkomulag um starfslok skólastjóra Grunnskóla Seltjarnarness dags. 14. mars 2008.
    (Málsnúmer : 2008040050 )
  6. Rætt var um kaup á fasteign að Austurströnd 6, sbr. 11. tl. 391. fundar.
    (Málsnúmer : 2008010038 )
  7. Lagt fram bréf dags. 12. mars sl. þar sem óskað er eftir endurskoðun á sorphirðugjaldi vegna “Græn tunnu” Gámaþjónustunnar.
    Miðað við núgildandi reglur telur nefndin sér ekki fært að verða við erindinu.
    (Málsnúmer : 2008030038 )
  8. Lagt fram bréf dags. 25. mars sl. frá abc barnahjálpinni með ósk um styrk.
    Samþykkt 50.000 kr. styrkur.
    (Málsnúmer : 2008030054 )
  9. Lagt fram bréf dags. 28. mars sl. frá Úrvinnslusjóði varðandi breytt fyrirkomulag greiðslu fyrir meðferð flokkaðs úrgangs á söfnunarstöðvum.
    (Málsnúmer : 2008040007 )

  10. Lögð fram fundargerð 6. samráðsfundar vegna kjarasamnings Starfsmannafélags Seltjarnarness og Launanefndar sveitarfélaga dags. 17. mars sl.
    (Málsnúmer :  2006100068 )
  11. Ársreikningur Strætó bs. fyrir árið 2007 lagður fram.
    (Málsnúmer : 2008030053 )
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:50

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)              Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)               Jónmundur Guðmarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?