393. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn þriðjudaginn 26. febrúar 2008 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Pétursson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
- Lögð var fram tillaga um aðgerðir Seltjarnarnesbæjar í starfsmannamálum sbr. 1. tl. 392. fundar. Samþykkt að öllum starfsmönnum bæjarins verði greidd 120.000 kr. eingreiðsla þann 1. maí nk. miðað við fullt starf, að bæjarstjóra undanskildum.
- Lagt fram yfirlit yfir endanlegt útgjaldajöfnunarframlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir árið 2007. Framlag bæjarins nemur rúmlega 26 millj.. kr.
(Málsnúmer: 2008010035 )
- Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra Sorpu bs. dags. 15.02.2008 vegna fyrirspurna um uppbyggingu á endurvinnslustöðvum Sorpu á næstu árum.
(Málsnúmer: 2008020067 )
- Lögð fram þriggja ára áætlun Sorpu bs. fyrir árin 2009-2011.
(Málsnúmer: 2008020019 )
- Lagður var fram ársreikningur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2007.
(Málsnúmer: 2008020040 )
- Lagt fram bréf Háskólans í Rvík, dags. 25.01.2008 með ósk um styrk vegna Rannsóknarmiðstöðvar um einkaframkvæmd við Háskólann í Reykjavík.
Samþykkt 500.000 kr. styrkur.
(Málsnúmer: 2008020021 )
- Lagt fram bréf frönskunema við Grunnskóla Seltjarnarness dags. 04.02.2008 með ósk um ferðastyrk.
Samþykkt 10.000 kr. styrkur fyrir hvern þátttakanda.
(Málsnúmer: 2008020009)
- Lagt fram bréf þýskunema við Grunnskóla Seltjarnarness dags. 06.02.2008 með ósk um ferðastyrk.
Samþykkt 10.000 kr. styrkur fyrir hvern þátttakanda.
(Málsnúmer 2008020024 )
- Lagt fram bréf Félags eldri borgara dags. 07.02.2008 með ósk um styrkveitingu.
Samþykkt 100.000 kr. styrkur.
(Málsnúmer: 2008020039 )
- Lagt fram bréf SAMAN- hópsins dags. 29.01.2008 með ósk um styrk.
Samþykkt 25.000 kr. styrkur.
(Málsnúmer: 2008020011 )
- Bæjarstjóri greindi frá könnun á sölu á hlutafé bæjarins í Eignarhaldsfélaginu Fasteign ehf. , sbr. 6. tl. 392. fundar.
- Lagt fram minnisblað Stefáns Bjarnasonar deildarstjóra fjármáladeildar varðandi innheimtu sorpgjalds. Samþykkt samhljóða að gjaldið sé vegna hverrar tunnu eins og verið hefur.
(Málsnúmer: 2008020069 )
- Rætt var um möguleikann á sameiginlegri árshátíð starfsmanna bæjarins.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar því til næstu fjárhagsáætlunargerðar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:40
Ásgerður Halldórsdóttir (sign) Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)
Stefán Pétursson (sign) Jónmundur Guðmarsson (sign)