Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

393. fundur 26. febrúar 2008

393. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var  haldinn þriðjudaginn 26. febrúar 2008 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Pétursson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson  og Lúðvík Hjalti Jónsson,  sem ritaði fundargerð.

            Þetta gerðist:

  1. Lögð var fram tillaga um aðgerðir Seltjarnarnesbæjar í starfsmannamálum sbr. 1. tl. 392. fundar.  Samþykkt að öllum starfsmönnum bæjarins verði greidd 120.000 kr. eingreiðsla þann 1. maí nk. miðað við fullt starf, að bæjarstjóra undanskildum.

  2. Lagt fram yfirlit yfir endanlegt útgjaldajöfnunarframlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir árið 2007.  Framlag bæjarins nemur rúmlega 26 millj.. kr.
    (Málsnúmer: 2008010035 )

  3. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra Sorpu bs. dags. 15.02.2008 vegna fyrirspurna um uppbyggingu á endurvinnslustöðvum Sorpu á næstu árum.
    (Málsnúmer:  2008020067  )

  4. Lögð fram þriggja ára áætlun Sorpu bs. fyrir árin 2009-2011.
    (Málsnúmer: 2008020019  )

  5. Lagður var fram ársreikningur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2007.
    (Málsnúmer: 2008020040 )

  6. Lagt fram bréf Háskólans í Rvík, dags. 25.01.2008 með ósk um styrk vegna Rannsóknarmiðstöðvar um einkaframkvæmd við Háskólann í Reykjavík.
    Samþykkt 500.000 kr. styrkur.
    (Málsnúmer: 2008020021 )

  7. Lagt fram bréf frönskunema við Grunnskóla Seltjarnarness dags. 04.02.2008 með ósk um ferðastyrk.
    Samþykkt 10.000 kr. styrkur fyrir hvern þátttakanda.
    (Málsnúmer: 2008020009)

  8. Lagt fram bréf þýskunema við Grunnskóla Seltjarnarness dags. 06.02.2008 með ósk um ferðastyrk.
    Samþykkt 10.000 kr. styrkur fyrir hvern þátttakanda.
    (Málsnúmer 2008020024 )

  9. Lagt fram bréf Félags eldri borgara dags. 07.02.2008 með ósk um styrkveitingu.
    Samþykkt 100.000 kr. styrkur.
    (Málsnúmer: 2008020039 )

  10. Lagt fram bréf SAMAN- hópsins dags. 29.01.2008 með ósk um styrk.
    Samþykkt 25.000 kr. styrkur.
    (Málsnúmer: 2008020011 )
     
  11. Bæjarstjóri greindi frá könnun á sölu á hlutafé bæjarins í Eignarhaldsfélaginu Fasteign ehf. , sbr. 6. tl. 392. fundar.

  12. Lagt fram minnisblað Stefáns Bjarnasonar deildarstjóra fjármáladeildar varðandi innheimtu sorpgjalds.  Samþykkt samhljóða að gjaldið sé vegna hverrar tunnu eins og verið hefur.
    (Málsnúmer: 2008020069  )

  13. Rætt var um möguleikann á sameiginlegri árshátíð starfsmanna bæjarins.
    Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar því til næstu fjárhagsáætlunargerðar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:40

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)              Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Pétursson (sign)            Jónmundur Guðmarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?