Mættir voru: Inga Hersteinsdóttir, Erna Nielsen og Högni Óskarsson auk bæjarstjóra er ritaði fundargerð.
1. Erindi til kennara grunnskólanna. Lagt fram uppkast af bréfi.
2. Erindi eigenda 3.238% af Neslandi. Keypt með venjulegum hætti þ.e. 67% af fasteignamati. Greitt á næstu 5 árum, verðtryggt án vaxta.
Samþykkt.
3. Lagt fram samkomulag Launanefndar sveitarfélaga og Samflots. Samþykkt að gildistaka verði 1. janúar 1999.
4. Tónlistakennarar – launamál.
Samþykkt að gera tónlistakennurum tilboð um greiðslu fyrir aukna vinnu undir stjórn skólastjóra í 9 mánuði árlega sem hér segir:
Kennari með 10ára starfsreynslu fái greitt 6 klst., aukavinnu.
Kennari með 11ára og meiri reynslu fái greitt 8 klst., aukavinnu.
Miðað er við hlutfall af 100% starfi.
Samningurinn gildir til 30. nóvember árið 2000.
- Tryggingar – sveitarstjórnarpakkinn.
Samþykkt að semja við VÍS til 5 ára miðað við boðinn afslátt.
- Erindi Starfsmannafélags Seltjarnarness vegna 25ára afmælis félagsins.
Samþykkt að veita kr.200.000.
Fundi slitið kl.18:45. Sigurgeir Sigurðsson (sign)
Inga Hersteinsdóttir (sign) Erna Nielsen (sign)
Högni Óskarsson (sign)