Mættir voru Erna Nielsen, Inga Hersteinsdóttir og Högni Óskarsson.
Einnig mættu á fundinn bæjarstjóri og bæjarritari sem ritaði fundargerðina.
1. Eftirfarandi álagningarreglur voru samþykktar samhljóða.
a. Gjalddagar fasteignagjalda 2000 verða 5 þ.e. 15. dag janúar,
febrúar, mars, apríl og maí mánaðar.
b. Álagning útsvars verður 11,24%.
c. Álagning fasteignagjalda verður 0,375 af matsverði íbúðarhúsnæðis og lóðar og 1,12% af atvinnuhúsnæði og lóð og af óbyggðum lóðum og löndum.
d. Vatnsskattur verður 0,15% af fasteignamati.
e. Urðunargjald veður kr. 4000 pr. íbúð.
f. Sorphreinsunargjald verður kr. 800, pr. íbúð.
g. Niðurfelling fasteignagjalda til elli og örorkulífeyrisþega verður
hjá einstaklingum:
Með tekjur allt að kr. 1.126.533 100% niðurfelling.
“ kr. 1.204.364 70% “
“ kr. 1.546.876 30% “
hjá hjónum:
Með tekjur allt að kr. 1.408.597 100% niðurfelling
“ kr. 1.675.944 70% “
“ kr. 1.793.071 30% “
2. Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2000.
Tekjur eru áætlaðar kr. 920.800.000,-
gjöld eru áætluð kr. 834.445.000,-
Til eignabreytinga kr. 86.355.000,-
Sigurgeir fór yfir fjárhagsáætlunina og gerði grein fyrir þeim breytingum sem hafa orðið á henni.
3. Lagt var fram bréf starfsmanna (leiðbeinenda) Sólbrekku og Mánabrekku dagsett 16. nóvember 1999 varðandi launamál.
4. Samþykkt var að grunnlaun framkvæmdastjóra íþróttamiðstöðvar hækki frá 1/1 1999 í kr. 149.417,- og lækka yfirvinnutíma sem þessu nemur.
Fundi var slitið kl.16:20 Álfþór B. Jóhannsson.
Erna Nielsen (sign) Inga Hersteinsdóttir (sign)
Högni Óskarsson (sign) Sigurgeir Sigurðsson (sign)