Mættir voru Erna Nielsen Inga Hersteinsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir (fyrir Högna Óskarsson) auk bæjarstjóra er ritaði fundargerð.
1. Lögð fram drög að starfslýsingu sviðsstjóra Fræðslu- og menningarsviðs. Nefndin ræddi starfslýsinguna og verður gengið frá henni á næsta fundi.
2. Nýsköpunarsjóður Námsmanna. Samþykkt að styrkja sjóðinn um kr.50.000.-
3. Lionsklúbbur Kópavogs sækir um styrk fyrir Barna- og unglingageðdeild. Samþykkt kr.25.000.-
4. Erindi Draumasmiðjunnar sækir um styrk til uppfærslu leiksýningar fyrir leikskóla. Sent skólanefnd til umsagnar.
5. Erindi v/starfsmanna bókasafns vegna aukagreiðslna - frestað. Frekari gagna verður aflað.
6. Erindi ófaglærðra starfsmanna leikskóla. Ekki er hægt að verða við erindi starfsmanna, en bent er á að samningar eru lausir 1.maí n.k.
Fundi slitið kl.18.00.
Erna Nielsen (sign) Inga Hersteinsdóttir (sign)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign) Sigurgeir Sigurðsson (sig)