Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

390. fundur 18. desember 2007

390. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness  var  haldinn  þriðjudaginn 18. desember 2007 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Pétursson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson  og Lúðvík Hjalti Jónsson,  sem ritaði fundargerð.

            Þetta gerðist:

  1. Lagður var fram samstarfssamningur Seltjarnarnesbæjar og Íþróttafélagsins Gróttu, dags. 13.12.2007.

Samþykkt samhljóða.

(Málsnúmer: 2007100067 )

  1. Lagður var fram drög að samningi um götugögn þ.e. biðskýli, kynningar- og auglýsingatöflur í Seltjarnarnesbæ milli Seltjarnarnesbæjar og AFA JCDecaux Ísland ehf.

Bæjarstjóra falið að undirrita samninginn.

(Málsnúmer: 2007120039 )

  1. Rætt var um starfsmannamál.

Ákveðið var að öllum starfsmönnum Seltjarnarnesbæjar verði greiddar 30.000 kr. eingreiðsla miðað við 100% starf eigi síðar en 1. janúar 2008.

Lagður var fram listi yfir launaflokkabreytingar vegna endurmats starfa hjá Starfsmannafélagi Seltjarnarness.

            (Málsnúmer:  2007050053  )

  1. Lagður var fram dómur Hæstaréttar nr. 169/2007 í máli Höllu Ómarsdóttur gegn Seltjarnarneskaupstað.

Stefndi Seltjarnarneskaupstaður er sýknaður af kröfum stefnanda.

(Málsnúmer: 2007030011 )

  1. Lagt fram til kynningar bréf Lánasjóðs sveitarfélaga dags. 28. nóvember s.l. um fasteignafélag sveitarfélaga.

(Málsnúmer: 2007110073 )

  1. Lagt fram bréf dags. 11. desember sl. frá Samtökunum ´78 með ósk um viðræður um þriggja ára samning vegna þjónustu félagsins við íbúa sveitarfélagsins.

Samþykkt að vísa erindinu til félagsmálaráðs.

(Málsnúmer: 2007120038 )

  1. Lagt fram bréf Neytendasamtakanna, dags. 04.12.2007 með ósk um styrk vegna ársins 2008.

Samþykkt 50.000 kr. styrkur.

(Málsnúmer: 2007120019 )

  1. Lagt fram bréf ÍF vegna málefna skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

(Málsnúmer: 2007110018 )

  1. Lagt fram bréf Snorraverkefnisins dags. 09.11.2007 með beiðni um styrk.

Samþykkt 50.000 kr. styrkur.

(Málsnúmer: 2007110032 )

  1. Bæjarstjóri gerði grein fyrir ósk IAV um tímabundna frestun á jarðvegsvinnu fimleikahúss vegna framkvæmda á vesturhluta Hrólfsskálalands.

Samþykkt og kostnaður vegna verksins flyst yfir á árið 2008.

  

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:25

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)              Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Pétursson (sign)            Jónmundur Guðmarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?