389. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn þriðjudaginn 27. nóvember 2007 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Pétursson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
- Lögð voru fram drög að innkaupareglum Seltjarnarneskaupstaðar, sbr. lög um opinber innkaup nr. 84/2007.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
(Málsnúmer: 2007110004 )
- Lögð fram drög að útboðsgögnum vegna reksturs og þjónustu tölvukerfa Seltjarnarneskaupstaðar.
Útboðsgögn samþykkt samhljóða.
- Lagt fram bréf sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju, dags. 13.11.2007, með ósk um styrk til niðurgreiðslu skulda.
Samþykkt 10 millj. kr. styrkur á árinu 2008.
Viðbót við drög að fjárhagsáætlun 9 millj. kr. Um er að ræða einskiptisaðgerð vegna viðhalds kirkjunnar.
(Málsnúmer: 2007110031)
- Lagt fram bréf SSH, dags. 16.11.2007 með tillögu um að aðildarsveitarfélögin samþykki að greiða 40% af kostnaði við að kaupa húseign undir starfsemi Fjölsmiðjunnar.
Samþykkt samhljóða með fyrirvara um samþykki annarra sveitarfélaga sem hlut eiga að máli og ríkisins.
(Málsnúmer: 2007110044)
- Lagt fram bréf dags. 8. nóvember s.l. frá formanni 2. deildar Félags leikskólakennara.
(Málsnúmer: 2007110024 )
- Lagt fram bréf Sambands ísl. sveitarfélaga dags. 6. nóvember sl. þar sem vakin er athygli á að útbúa þurfi nýjan verkfallslista fyrir 1. febrúar nk. Að öðrum kosti framlengist síðast gildandi skrá um eitt ár.
(Málsnúmer: 2007110016 )
- Lagður var fram tölvupóstur formanns hagsmunanefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands dags. 13.11. sl. með beiðni um afslátt í sund fyrir stúdenta.
Afgreiðslu frestað.
(Málsnúmer: 2007110030 )
- Lagt var fram bréf Nýsköpunarsjóðs námsmanna dags. 05.11.2007 með beiðni um styrk.
Nefndin telur sér ekki fært að verða við erindinu.
(Málsnúmer: 2007110013 )
- Lögð fram rekstrar- og framkvæmdaáætlun skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2008.
(Málsnúmer: 2007110015 )
- Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra varðandi viðauka við ráðningasamning leiðbeinanda í félagsstarfi aldraðra, sbr. 1. tl. 387. fundar.
Samþykkt með gildistíma frá upphafi haustannar 2007.
(Málsnúmer: 2007080029 )
- Lagt fram minnisblað bæjarstjóra varðandi bæjarráð.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 8:45
Ásgerður Halldórsdóttir (sign) Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)
Stefán Pétursson (sign) Jónmundur Guðmarsson (sign)