Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

287. fundur 04. júlí 2000

Mættir voru Erna Nielsen, Inga Hersteinsdóttir og Högni Óskarsson auk bæjarstjóra er ritaði fundargerð.

Á fundinn mætti Lúðvík Hjalti Jónsson nýráðinn sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs vegna erinda varðandi fræðslumál.

Valhúsaskóli:

Skólanefnd mælir með aukningu í starfsmannahaldi um 50% sem deildarstjóra og að aðstoðarskólastjóri verði án kennsluskyldu.  Samþykkt lið a. i. og að ráðið verði
í 100% starf tölvufagstjóra ef hæfur kennari finnst sbr. lið a. ii. í fundargerð nr. 68.

Mýrarhúsaskóli:

Samþykkt að skólinn fái umbeðnar stöður samkvæmt b.i.-ii. í fundargerð nr. 68.

Tónlistarskóli:

Skólanefnd beðin að fara yfir námsframboð og kennslumál.

Leikskólar:

Samþykkt að veita kr. 100.000.- í símamál á Sólbrekku.  Samþykkt að taka þátt í kostnaði v/fjarnáms kr. 200.000.-, ennfremur að veita fé til leikskólanna vegna barneignafría. 
Samþykkt að óska álits skólanefndar um nýtt starf þroskaþjálfa á Sólbrekku.

Lagt fram erindi leikskólakennara um viðbótarsamning meðan samningar eru lausir.

Framkvæmdir Valhúsaskólaskóla.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir framkvæmdum og hugsanlegum fjármögnunarleiðum.

Lagt fram bréf V.S.K. varðandi loftræstingu í Valhúsaskóla þar sem þeir leggja
til að tilboðum verði hafnað. Samþykkt en bent á að huga að tölvustofu nú þegar.

Samþykkt var að flytja starf skólasálfræðings til fræðslu- og menningarsviðs miðað við 1. ágúst n.k.  Starfið er 70% af fullu starfi.

Bæjartæknifræðingur – breytt starfsvið.  Bæjarstjóri gerði grein fyrir hugsanlegum breytingum.

Fundi slitið kl.18.15.

 

Erna Nielsen (sign)    Inga Hersteinsdóttir (sign)

Högni Óskarsson (sign)  Sigurgeir Sigurðsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?