Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

290. fundur 10. september 2000

Mættir voru Erna Nielsen, Inga Hersteinsdóttir og Högni Óskarsson auk bæjarstjóra er ritaði fundargerð.

Til fundar mætti Lúðvík Hjalti Jónsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og gerði grein fyrir beiðninni um aukin störf í grunnskólunum.

Fjárhagsnefnd samþykkir að heimila skólaskrifstofu allt að 2ja m.kr. aukaframlag vegna aukningu í stöðum til áramóta.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir breyttum forsendum fyrir fjárhagsramma 2001 sem gerir ráð fyrir hækkun útsvars um 0.56% eða í 11.80. Samþykkt með tveimur atkvæðum. Högni situr hjá að mæla með því við bæjarstjórn að útsvar verði 11.80% á árinu 2001.

Bréf starfsmanna leikskóla (ófaglærðra) þar sem þeir fara fram á að greidd verði óunnin yfirvinna 10 klst. p.m. Vísað til skólaskrifstofu til umsagnar.

Fundi slitið kl.18.00.

Erna Nielsen (sign) Inga Hersteinsdóttir (sign)

Högni Óskarsson (sign) Sigurgeir Sigurðsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?