Mættir voru Inga Hersteinsdóttir, Erna Nielsen og Högni Óskarsson, auk bæjarritara og bæjarstjóra.
1. Rætt var um fyrstu drög að fjárhagsáætlun ársins 2001.
2. Fjárhagsnefnd leggur til að fyrri bæjarstjórnarfundur í nóvember sem vera á 8. nóvember frestist til 15. nóvember.
3. Lagt var fram bréf forstöðumanns Fræðslu- og menningarsviðs dags. 30. október 2000 um beiðni ófaglærðra starfsmanna á leikskólum um fasta yfirvinnutíma.
Bréfinu var vísað samhljóða til starfsmatsnefndar.
Fundi slitið kl.18.00. Álfþór B. Jóhannsson. (sign)
Inga Hersteinsdóttir (sign) Högni Óskarsson (sign)
Erna Nielsen (sign) Sigurgeir Sigurðsson (sign)