Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

387. fundur 23. október 2007

387. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness  var  haldinn  þriðjudaginn 23. október 2007 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

 

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Pétursson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson  og Lúðvík Hjalti Jónsson,  sem ritaði fundargerð.

            Þetta gerðist:

  1. Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 26.09.2007 sbr. 3. tl. 384. fundar, varðandi starfsemi félagsstarfs aldraðra og ófaglærða starfsmenn grunnskóla.
    Tillaga bæjarstjóra varðandi starfsmenn grunnskóla samþykkt.  Máli leiðbeinenda í félagsstarfi aldraðra frestað.
    (Málsnúmer: 2007080029 )

  2. Lagt fram minnisblað fræðslusviðs, dags. 19.10.2007 vegna launagreiðslna í skólaferðalögum.
    Tillaga skólanefndar samþykkt enda sé um einskiptisaðgerð að ræða.
    (Málsnúmer: 2007100087 )

  3. Rætt um tillögu Skólanefndar varðandi greiðslu háhraðatengingu fyrir starfmenn bæjarins, sbr. 8. tl. 385. fundar.
    Lögð fram tillaga bæjarstjóra um að 20 forstöðumenn og millistjórnendur bætist við áður fram komna tillögu.
    Samþykkt samhljóða.
    (Málsnúmer: 2007070032)

  4. Lagt fram bréf dags. 16. október 2007 frá aðstoðarleikskólastjóra Sólbrekku þar sem óskað er eftir afslætti á námsskyldu vegna náms sbr. reglur bæjarins þar um.
    Samþykkt samhljóða.
    (Málsnúmer: 2007070006)

  5. Lagt fram bréf dags. 28. september 2007 til menntamálaráðuneytisins vegna fyrirhugaðra kaupa bæjarins á Bygggörðum 7.
    (Málsnúmer: 2006050011 )

  6. Lagt fram bréf skólastjóra Tónlistarskóla Seltjarnarness dags. 24. september 2007, með ósk um styrk vegna starfsmannaferðar til Boston þann 27. október nk.
    Samþykkt 10.000 kr. styrkur fyrir hvern starfsmann Tónlistarskólans sem fer í kynnisferðina.
    (Málsnúmer: 2007100085)

  7. Lagt fram bréf dags. 17.10.2007 frá skólaritara Mýrarhúsaskóla með ósk um styrk vegna kynnisferðar starfsmanna Tónlistarskóla Seltjarnarness til Boston.
    Nefndin telur sér ekki fært að verða við erindinu vegna þess að umsóknin er frá starfsmanni annarar stofnunar en er að fara í kynnisferð.
    (Málsnúmer: 2007100068)

  8. Lagt fram bréf dags. 9. október 2007 með beiðni um styrk vegna ferðar Skólalúðrasveitar Seltjarnarness á Landsmót samtaka íslenskra skólalúðrasveita á Höfn, Hornafirði, 12.-14. október nk.
    Nefndin telur sér ekki fært að verða við erindinu.
    (Málsnúmer: 2007100034)

 

  1. Lögð fram fjárhagsáætlun SHS bs. fyrir árið 2008 ásamt langtímaáætlun 2009-2011.
    (Málsnúmer: 2007100079 )

  2. Lagt fram bréf dags. 28. september 2007 með ósk um stuðning við starfsemi samtakanna Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs.
    Erindinu vísað til Umhverfisnefndar.
    (Málsnúmer: 2007100013)

  3. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar Starfsmannafélags Seltjarnarness og bæjarins dags. 2. október 2007.
    (Málsnúmer: 2006100067)

  4. Lagt fram bréf bæjarlistamanns Seltjarnarness 2007 með ósk um styrk.
    Erindinu vísað til Menningarnefndar.
    (Málsnúmer: 2007090090 )

  5. Lagt fram bréf dags. 20. september 2007 frá UNIFEM. á Íslandi með ósk um styrk.
    Samþykkt 30.000 kr. styrkur.
    (Málsnúmer: 2007090071 )

  6. Lagt fram bréf dags. 22.10.2007 með beiðni um styrk vegna 40 ára afmælis Selkórsins.
    Samþykkt 100.000 kr. styrkur.
    (Málsnúmer: 2007100070)

 

      Stefán Pétursson vék af fundi.

Aðrir fundarmenn fóru í heimsókn í Grunnskóla Seltjarnarness og tónlistarskóla þar sem forstöðumenn gerðu grein fyrir viðhaldsverkefnum ásamt því að sýna það sem hefur verið gert varðandi viðhald og framkvæmdir að undanförnu.

 

Fundi slitið kl. 09:45

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)              Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Pétursson (sign)            Jónmundur Guðmarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?