Mættir voru Inga Hersteinsdóttir, Erna Nielsen og Högni Óskarsson.
Einnig mættu á fundinn bæjarstjóri og bæjarritari sem ritaði fundargerðina.
1. Rætt var um vinnutilhögun við gerð fjárhagsáætlunarinnar.
2. Farið var yfir þær breytingar sem orðið hafa á fjárhagsáætlun og álagningarforsendur.
3. Næsti fundur nefndarinnar var ákveðinn 14. nóvember kl. 16.00.
Fundi slitið kl.17.50. Álfþór B. Jóhannsson. (sign)
Erna Nielsen (sign) Inga Hersteinsdóttir (sign)
Högni Óskarsson (sign) Sigurgeir Sigurðsson (sign)