Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

293. fundur 14. nóvember 2000

Mættir voru: Erna Nielsen, Högni Óskarsson og Inga Hersteinsdóttir.

Einnig mættu á fundinn bæjarstjóri og bæjarritari sem ritaði fundargerðina.

 

1.                 Eftirfarandi álagningarreglur voru samþykktar samhljóða:

a.                  Gjalddagar fasteignagjalda 2001 verða 5, þ.e. 15. dag janúar, febrúar, mars, apríl og maí mánaðar.

b.                 Álagning útsvars verður 12.46% með fyrirvara um lagabreytingu.

c.                 Álagning fasteignagjalda verður 0.375% af matsverði íbúðarhúsnæðis og lóðar og 1.12% af atvinnuhúsnæði og lóð            og af óbyggðum lóðum og löndum.

d.                 Vatnsskattur verður 0.15% af fasteignamati.

e.                  Urðunargjald verður kr. 4.000.- pr. íbúð.

f.                   Sorphreinsunargjald verður kr. 800.- pr. íbúð.

g.                 Niðurfelling fasteignagjalda til elli- og örorkulífeyrisþega verður:

 

Hjá einstaklingum,

með tekjur allt að kr. 1.182.860.-,

100% niðurfelling.

Niðurfellingin lækkar hlutfallslega og fellur niður ef tekjur fara yfir kr. 1.624.563.-

 

Hjá hjónum,

með tekjur allt að kr. 1.479.027.-,

100% niðurfelling.

Niðurfellingin lækkar hlutfallslega og fellur niður ef tekjur fara yfir kr. 1.920.765.-

 

2.                 Tekin var til umræðu fjárhagsáætlun ársins 2001.

Gjöld eru áætluð kr. 890.976.000.-, tekjur kr. 1.028.000.000.- og til eignabreytinga kr. 137.024.000.-

Samþykkt að leggja áætlunina þannig fyrir bæjarstjórn.

 

3.                 Lagt var fram bréf Elínar Guðjónsdóttur, dagsett 12/11 2000.

Erindinu var vísað til skólaskrifstofu.

 

Fundi slitið kl.17.35.                  Álfþór B. Jóhannsson. (sign)

 

Erna Nielsen (sign)                    Inga Hersteinsdóttir (sign)

Högni Óskarsson (sign)             Sigurgeir Sigurðsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?