344. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn fimmtudaginn 13. maí 2004 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf Golfklúbbs Ness, dags. 07/04/04 með ósk um niðurfellingu gjalda vegna byggingarframkvæmda.
Erindið samþykkt.
2. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra félagsþjónustu, dags. 04/11/03 vegna óska um niðurfellingu útsvars, sbr. 2.tl. 340. fundar og 5. tl. 339. fundar.
Minnisblað framkvæmdastjóra félagsþjónustu samþykkt.
3. Lagt fram minnisblað grunnskólafulltrúa dags. 21/04/04 vegna aukins kennslukvóta við Tónlistarskóla Seltjarnarness.
Bæjarstjóra falið að ganga frá málinu í samráði við skólastjóra.
4. Lagt fram minnisblað deildarstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dags. í apríl 04 vegna samnings við Fjölís um fjölföldun verndaðra verka.
Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við Fjölís um fjölföldun verndaðra verka.
5. Lagt fram minnisblað leikskólafulltrúa, dags. 10/05/04 vegna styrkumsóknar um fræðsluvefinn “Tákn með tali” sbr. 5. tl. 343. fundar.
Samþykktur 20.000.- kr. styrkur.
6. Lagt fram bréf Foreldrafélags sykursjúkra barna, dags. í apríl 04 með ósk um stuðning.
Samþykkt 25.000.- kr. styrkur.
7. Lagður fram Kjarasamningur Eflingar-stéttarfélags við Launanefnd sveitarfélaga fyrir hönd Kópavogsbæjar og Seltjarnarnesbæjar.
8. Lagður var fram ársreikningur Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2003.
9. Lagður var fram ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Fasteign hf. fyrir árið 2003.
10. Lagt fram yfirlit yfir greidda styrki árin 2001-2003.
11. Lögð fram símenntunaráætlun bæjarskrifstofu fyrir árið 2004.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 08:45
Ásgerður Halldórsdóttir (sign) Inga Hersteinsdóttir (sign)
Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign) Jónmundur Guðmarsson (sign)