Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

295. fundur 20. febrúar 2001

Mættir voru: Inga Hersteinsdóttir, Erna Nielsen og Högni Óskarsson, auk bæjarstjóra sem ritaði fundargerð.

1.         3ja ára áætlun um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs 2002-2004.

Umræður urðu um áætlunina m.a. um hjúkrunarheimili.

2.         Erindi tveggja starfsmanna ófaglærðra um afslátt af vinnuskyldu v/fjarnáms. 

Ekki er hægt að verða við þessari beiðni að sinni.

3.         Umsókn starfsfólks leikskólanna á Seltjarnarnesi um styrk til Danmerkurferðar til að skoða leikskóla.

Samþykkt var að styrkja starfsfólk með kr. 200.000 auk þess frá Skólaskrifstofu kr. 100.000.

Fyrir utan þessa fjárveitingu er í fjárhagsáætlun gert ráð fyrir kr. 300.000 í ferðina.

4.         Rætt um líkamsrækt starfsmanna.

Samþykkt að styrkja starfsfólk bæjarins með helmingsgjaldi í Ræktina út árið 2001.

 

Fundi slitið kl.18.00.                Sigurgeir Sigurðsson (sign)

 

Erna Nielsen (sign)           Inga Hersteinsdóttir (sign)

Högni Óskarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?