Mættir voru: Inga Hersteinsdóttir, Erna Nielsen og Högni Óskarsson auk bæjarstjóra er ritaði fundargerð.
1. Til fundar mætti Lúðvík Hjalti Jónsson, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs til að gera grein fyrir fjárbeiðnum skólanna.
Launahækkanir kennara sem falla til á árinu eru kr. 21.700.000.-
Kostnaðarauki vegna grunnskólanna sbr. minnisblað dags. 1/6/01 alls kr. 2.400.000.- á árinu 2001.
Kostnaðarauki vegna lengingar skólaárs vegna skólaliða og annars starfsfólks skólanna - ennfremur kostnaður vegna Gróttuseturs og handavinnuefnis alls í ár kr. 2.320.000.- sbr. minnisblað 19/6/01.
Nefndin samþykkir ofangreindar hækkanir.
2. Tillögu Neslistans um mötuneyti í Mýrarhúsaskóla sem tæki til starfa veturinn 2002-2003 vísað til skólanefndar til umsagnar.
3. Erindi Þroskahjálpar vegna fasteignagjalda félagsins hér í bæ.
Ekki er hægt að verða við erindinu - Högni situr hjá.
4. Krossgötur-líknarfélag. Óskað er eftir styrk til endurhæfingarheimilis.
Samþykkt kr. 50.000.-
5. Erindi Sigrúnar Hv. Magnúsdóttur vegna námsstyrks.
Samþykkt að styrkja viðkomandi um kr. 150.000.- enda komi hún til starfa á ný svo sem venja er.
Fundi slitið kl. 17.45 Sigurgeir Sigurðsson
Inga Hersteinsdóttir (sign) Högni Óskarsson (sign)
Erna Nielsen (sign) Sigurgeir Sigurðsson (sign)