Mættir voru: Erna Nielsen, Högni Óskarsson, Inga Hersteinsdóttir.
Einnig mættu á fundinn bæjarstjóri og bæjarritari sem ritaði fundargerðina.
1. Lögð var fram tekjuáætlun bæjarins fyrir árið 2002.
2. SamÞykkt var að heimila Menningarnefnd að ganga frá kaupum á listaverkinu “Skuggar” og verður verkið að hluta til greitt árin 2002-2004.
3. Lagt var fram bréf forstöðumanns Fræðslu- og menningarsviðs dagsett 3. október 2001 v. hækkun á leikskólastyrk vegna barna á einkareknum leikskólum.
Hækkun rekstrarstyrkja í 12.250 fyrir 4 tíma vist, 18.250 fyrir 6-7 tíma vist og 24.350 fyrir 8 tíma vist var samþykkt samhljóða.
4. Lagt var fram bréf Félagsmálaráðuneytisins dagsett 24. september 2001 vegna stjórnsýslukæru Borgarplasts.
5. Lagt var fram bréf Íþróttafulltrúa Seltjarnarness varðandi leiðréttingu á leigu grunnskóla Seltjarnarness á íþróttahúsi bæjarins.
6. Lagt var fram bréf Golfklúbbs Ness dagsett 10. október 2001 varðandi framkvæmdastyrk.
7. Ákveðið var að næsti fundur verði þriðjudaginn 23. október á sama tíma.
Fundi var slitið kl. 17.40.
Inga Hersteinsdóttir (sign) Erna Nielsen (sign)
Högni Óskarsson (sign) Sigurgeir Sigurðsso (sign)