Mættir voru: Erna Nielsen, Högni Óskarsson og Inga Hersteinsdóttir, auk bæjarstjóra er ritaði fundargerð.
1. Álagningarreglur 2002.
a. Gjalddagar fasteignagjalda 2002 verða 5, þ.e. 1.febr., 1.mars, 1.apríl, 1.maí og 1.júní og eindagar 15.hvers mánaðar.
b. Álagningarprósenta útsvars verður 12.46%.
c. Lóðarleiga verður frá 1%-2.5%.
d. Álagning fasteignagjalda verður 0.360% af matsverði íbúðarhúsnæðis og lóðar og 1.12% af atvinnuhúsnæði og óbyggðum lóðum.
e. Vatnsskattur verður 0.15% af fasteignamati.
f. Urðunargjald verður kr. 4.000.- af íbúð.
g. Sorphreinsigjald verður kr. 800.- af íbúð.
h. Niðurfelling fasteignagjalda af elli- og örorkulífeyrisþegum verður hjá einstaklingum með tekjur allt að kr. 1.301.146.- 100% niðurfelling.
Niðurfelling lækkar hlutfallslega og fellur niður við tekjur sem fara yfir kr. 1.787.037.-
Hjá hjónum með tekjur allt að kr. 1.626.930.- 100% niðurfelling.
Niðurfelling fellur niður ef tekjur fara yfir kr. 2.112.822.-
Samþykkt.
2. Lögð fram eignabreytingaráætlun 2002.
Gert er ráð fyrir 150 m.kr. samkvæmt sundurliðun:
Afborganir ársins .............................................. kr. 51.600.000.-
Framlag til félagslegra íbúða ............................ ״ 3.500.000.-
Áhaldahús, endurbætur ..................................... ״ 4.000.000.-
Íbúðarhús Gróttu ............................................... ״ 3.000.000.-
Valhúsaskóli, nýbygging .................................. kr. 50.000.000.-
Undirbúningur hjúkrunarheimilis ..................... ״ 2.000.000.-
Gerfigrasvöllur, 1. áfangi .................................. ״ 25.946.000.-
Undirbúningur leikskóla ................................... ״ 10.000.000.-
3. Rætt um málefni skóla.
Fundi var slitið kl. 18.30.
Inga Hersteinsdóttir (sign) Högni Óskarsson (sign)
Erna Nielsen (sign) Sigurgeir Sigurðsson (sign)