Mættir voru: Inga Hersteinsdóttir, Erna Nielsen og Sunneva Hafsteinsdóttir í stað Högna Óskarssonar auk bæjarstjóra er ritaði fundargerð.
1. Lagt fram erindi Austurstrandar ehf. vegna fasteignagjalda 2002. Lagður fram samanburður við Reykjavík sem sýnir að Seltjarnarnes kemur betur út í samanburði.
Frestað til næsta fundar.
2. Lagt fram erindi frá HL Stöðinni þar sem þeir óska eftir styrk til starfsemi sinnar.
Samþykkt kr. 85.000.-
3. Lagt fram erindi Alnæmissamtakanna.
Vísað til Félagsmálaráðs.
4. Samþykkt að veita framboðum blaðastyrk að upphæð kr. 200.000.- hvoru framboði.
Fundi var slitið kl. 17.30.
Inga Hersteinsdóttir (sign) Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)
Erna Nielsen (sign) Sigurgeir Sigurðsson (sign)