Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

313. fundur 04. júlí 2002

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

Einnig mættu á fundinn Einar Norðfjörð rekstrarstjóri og bæjarritari sem ritaði fundargerðina.

1.  Staða byggingaframkvæmda í Valhúsaskóla.

Einar Norðfjörð rekstrarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.

Tímalega séð eru framkvæmdirnar samkvæmt áætlun.

Bókfærður kostnaður í dag er kr. 42.610.090.- en ætla má að kostnaðurinn fari í allt að 70.000.000.-

Á fjárhagsáætlun eru kr. 50.000.000.- áætlaðar í þessar framkvæmdir.

 

2.   Ásgerður Halldórsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

„Gerð verði úttekt á fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar miðað við árslok 2001. Í því sambandi verði m.a. lagt mat á greiðslustöðu bæjarsjóðs, samsetningu langtímalána o.fl. Skoðuð verði þróun helstu kennitalna síðustu ára og gerður samanburður við önnur sveitarfélög. Reynt verði að meta framtíðarhorfur m.a. út frá fjárhagsáætlunum ársins 2002 og þriggja ára áætlunar 2003-2005. Greinargerðin verði byggð á ársreikningum og fjárhagsáætlunum bæjarsjóðs og öðrum fyrirliggjandi gögnum.”

Tillagan var samþykkt samhljóða.

Guðmundur Snorrason endurskoðandi mun vinna þessa úttekt og er kostnaður áætlaður um 200.000.

 

3.   Kynnt var beiðni Gróttu/KR um fjárhagsstyrk vegna þáttöku handknattleiksdeildar í borgamóti.

Erindinu var vísað til Æskulýðs- og íþróttaráðs.

4.   Lagt var fram erindi Starfsmannafélags Seltjarnarness frá síðasta fundi.

Samþykkt var að veita félaginu styrk að upphæð kr. 300.000. v/viðhalds og endurbóta á sumarhúsi í Skyggniskógi og óska eftir ársreikningum félagsins áður en frekar verður aðhafts í málinu.

 

5.   Lagt var fram erindi KPMG dagsett 27. júní 2002 með ósk um stuðning vegna alþjóðlegrar úttektar á samkeppnisstöðu höfuðborgarsvæðisins.

Samþykkt var samhljóða að fresta afgreiðslu erindisins.

 

6.   Ásgerður Halldórsdóttir kynnti drög að ráningarsamningi við nýkjörinn bæjarstjóra.

Drögunum var vísað samhljóða til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

 

7.   Lagt var fram erindi blaðsins ,,Útihátíð – forvarnarráð”.

Samþykkt var samhljóða að fresta afgreiðslu erindisins.

 

8.   Lagt var fram bréf Skólanefndar dagsett 3. júlí 2002 um niðurgreiðslu á skólamáltíðum í Mýrarhúsaskóla um 10%.

Fjárhags- og launanefnd tók jákvætt undir erindið en samþykkt var samhljóða að fresta afgreiðslu þess til næsta fundar.

 

9.    Fram til n.k. áramóta eru fundardagar Fjárhags- og launanefndar ákveðnir þessir:

Mánudaginn 15. júlí kl. 08:00

Mánudaginn 12. ágúst kl. 08:00

Mánudaginn 26. ágúst kl. 08:00

Mánudaginn 9. september kl. 08:00

Mánudaginn 23. september kl. 08:00

Mánudaginn 7. október kl. 08:00

Mánudaginn 14. október kl. 08:00

Mánudaginn 21. október kl. 08:00

Mánudaginn 4. nóvember kl. 08:00

Mánudaginn 18. nóvember kl. 08:00

Mánudaginn 9. desember kl. 08:00

 

Fundi var slitið kl. 09:08                      Álfþór B. Jóhannsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?