Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, sem ritaði fundargerð.
1. Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2002. Bæjarstjóri lagði fram og kynnti tillögu að endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2002. Samþykkt samhljóða að vísa áætluninni til afgreiðslu í bæjarstjórn.
2. Boðgreiðslusamningar: Bæjarstjóri kynnti drög að samstarfssamningum Seltjarnarnesbæjar við VISA Ísland og EUROPAY Ísland um innheimtu reglubundinna þjónustugjalda með boðgreiðslum. Samningar samþykktir samhljóða og var bæjarstjóra veitt umboð til undirritunar þeirra.
3. Fjárhagsáætlun 2003 og verkferli. Bæjarstjóri kynnti drög að skilgreindu verkferli fyrir gerð fjárhagsáætlana Seltjarnarnesbæjar. Samþykkt samhljóða með minniháttar breytingum.
4. Tillaga bæjarstjóra um málaskrá- og upplýsingakerfi. Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Hugvit hf. (á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs sbr. minnisbl.) um kaup á Lotus Notes og GoPro Case málaskrár- og samvinnuhugbúnaði fyrir stjórnsýsluskrifstofur Seltjarnarnesbæjar.
5. Fasteignagjöld – endurútreikningur Fasteignamats ríkisins vegna kæra. Lagt fram yfirlit Fasteignamats ríkisins frá 9. ágúst sl. vegna athugasemda vegna endurmats á Seltjarnarnesi (1100), sem afgreiddar hafa verið með niðurstöðu. Samþykkt samhljóða að senda út uppgjörseðla vegna endurmats.
6. Árshlutauppgjör SORPU. Lagt fram.
7. Erindi frá “Sögu bílsins á Íslandi ehf.” (Brnr.: 105.7) um styrk vegna útgáfu um bók vegna sögu bílsins á Íslandi. Samþykkt samhljóða að hafna erindinu.
8. Erindi sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju, dagsett 04.09.02, þar sem óskað er eftir styrk til Kammerkórs Seltjarnarneskirkju vegna menningar- og söngferðalags til Tékklands. Samþykkt samhjóða að styrkja för kórsins um 225 þúsund krónur, sem kemur til viðbótar við styrk menningarnefndar (sbr fundargerð nr. 36, lið 3a).
9. Lögð fram tillaga bæjarstjóra (sbr. minnisblað) um að fjármunir sem ætlaðir eru til tölvukaupa og tækjakaupa verði hagræðingarskyni sameinaðir á einn lið í fjárhagsáætlun undir Tölvudeild. Tölvudeild verði falið að annast öll innkaup á tæknibúnaði fyrir hönd stofnana í samvinnu við bæjarstjóra og forstöðumenn stofnana, auk skráningar og viðhalds á tækjakosti Seltjarnarnesbæjar. Samþykkt samhljóða.
Fundi var slitið kl.09:20 Jónmundur Guðmarsson (sign)