Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

318. fundur 24. september 2002

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, sem ritaði fundargerð. Lúðvík Hjalti Jónsson var viðstaddur umræður um lið 8.

1.     Lagt fram bréf fjárlaganefndar Alþingis, dagsett 9. september 2002.
 

2.   Starfslokasamningur við bæjarritara. Bæjarstjóri gerði grein fyrir starfslokasamningi við við Álfþór B. Jóhannsson, bæjarritara eftir 29,25 ára störf hjá Seltjarnarnesbæ. Samningurinn felur í sér að starfslok verði hinn 31.12 nk. en bæjarritari þiggi óskert laun í 6 mánuði vegna ýmissa óskilgreindra verkefna sem hann mun sinna að ósk bæjarstjóra. Áunnið orlof við starfslok verður greitt 31.12 nk.

Samþykkt var samhljóða að leggja drögin fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu.
 

3.    Fjárhagsáætlun 2003 og verkferli, Ný drög að ferli við fjárhagsáætlun lögð fram og rædd frekar.
 

4.    Umsókn Selkórsins um styrk vegna söngferðalags, dagsett 15. sept. 2002.  Samþykkt að veita 100.000 kr. styrk til verkefnisins.
 

5.    Erindi námsmannahreyfinganna á Íslandi (Brnr.: 321).  Samþykkt að veita 10.000 kr. styrk til verkefnisins.
 

6.    Lagt fram erindi styrktarsjóðsins Hlyns (Brnr.: 105,4) um styrk vegna vöktunarstofu fyrir alvarlega veik börn.  Afgreiðslu frestað og bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um verkefnið áður en til afgreiðslu kemur.

 

7.    Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra vegna erindi Þóris S. Guðbergssonar, Látraströnd 7. Samþykkt að afla frekari upplýsinga um verkefnið áður en til afgreiðslu kemur.
 

8.    Lagt fram bréf starfsmanna Íþróttamiðstöðvar, dagsett 19. sept. sl. Forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs falið að fylgja málinu eftir og knýja á um skjóta niðurstöðu. 

  

Fundi var slitið kl.09:10             Jónmundur Guðmarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?