Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, sem ritaði fundargerð.
1. Fjárhagsáætlun og verkferli. Ný drög lögð fram og samþykkt sem vinnuferli við fjárhagsáætlanagerð Seltjarnarnesbæjar.
2. Minnisblað félagsmálastjóra vegna erindis Þóris S. Guðbergssonar, Látraströnd 7. Samþykkt að veita 50.000.- til verkefnisins.
3. Minnisblað félagsráðgjafa dagsett 27.09.02 vegna erindis Helgu S. Guðmundsdóttur, Austurströnd 14. Samþykkt að vísa erindinu til félagsmálaráðsins til afgreiðslu innan félagsþjónustu.
4. Könnun Sambands ísl. sveitarfélaga á kjörum sveitarstjórnarmanna frá ágúst 2002. Samþykkt að fela bæjarstjóra að kanna kjör sveitarstjórnarmanna á höfuðborgarsvæðinu.
5. Bréf starfsmannafélags Seltjarnarness, dagsett 24.09.02. Lagt fram.
6. Erindi Styrktarfélags Lamaðra og fatlaðra, dagsett 15.09.02 vegna ráðstefnu um nýjar áherslur í sjúkra- og iðjuþjálfun barna. Samþykkt að vísa til umfjöllunar og afgreiðslu félagsmálaráðs.
7. Bréf formanns húsfélagsins Skólabrautar 5, dagsett 30.09.02. Frestað.
8. Skýrsla KPMG um viðskiptakostnað á Íslandi. Lögð fram.
Fundi var slitið kl.08:40 Jónmundur Guðmarsson (sign)
Ásgerður Halldórsdóttir (sign)
Guðrún H. Brynleifsdóttir (sign)
Inga Hersteinsdóttir (sign)