Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, sem ritaði fundargerð.
1. Minnisblað Fjármála- og stjórnsýslusviðs, dags. 02/01/03 um sameiningu heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Lagt fram. Samþykkt að óska umsagnar Félagsmálastjóra áður en til afgreiðslu kemur.
2. SORPA, rekstraráætlun 2003. Lagt fram.
3. SORPA, langtímaáætlun 2004 - 2006. Frestað.
4. SHS, Þriggja ára áætlun 2004 2006. Staðfest samhljóða.
5. Tillaga bæjarstjóra um flutning bókasafns á Eiðistorg. Eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða og vísað til staðfestingar í bæjarstjórn:
“Lagt er til að bæjarstjóra verði veitt umboð til að undirrita fyrirliggjandi samning um leigu Seltjarnarnesbæjar á 1144,7m2 húsnæði á 2. hæð Eiðistorgs 11 undir starfsemi Bókasafns Seltjarnarness sbr. minnisbl. Þeim um það bil 500m2 sem hýsa bókasafnið nú verði jafnframt ráðstafað með eftirfarandi hætti: Um 250m2 verði lagðir til stækkunar á aðstöðu Tónlistarskóla Seltjarnarness og allt að 250m2 verði leigðir út til að mæta auknum kostnaði við rekstur stærra og öflugra bókasafns”.
6. Bréf félagsmálaráðuneytisins, dags. 27/12/02. Lagt fram. Tekið fyrir á næsta fundi.
7. Rekstur Mýrarhúsaskóla Lögð fram minnisblað grunnskólafulltrúa og frkvstj. Fjármála- og stjórnsýslusviðs, dags. 15.01.03. ásamt fylgigögnum. Nefndin óskar eftir greinargerð frá stjórnendum Mýrarhúsaskóla. Mál tekið fyrir að nýju á næsta fundi.
8. Erindi frá ÆSÍS varðandi nýtt stöðugildi fyrir Félagsmiðstöð. Samþykkt að fela bæjarstjóra að gera starfslýsingu og tillögu um starfshlutfall og kjör.
9. Málefni Seltjarnarnesbæjar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Álitsgerð bæjarlögmanns lögð fram. Bæjarstjóra falið að rita menntamálráðuneytinu bréf þar sem ákvörðum bæjarstjórnar frá 19.12.2001 er ítrekuð.
10. Málefni starfsmanna íþróttamiðstöðvar. T-póstur lögmanns Samb. Ísl. Sveitarfélaga lagður fram. Niðurstaða lögmanna staðfest en samþykkt samhljóða að boðið verði 50% af kröfu fyrrverandi starfsmanna í stað 33%. Ekki verður um frekari saminga að ræða.
11. Stefna ÁHÁ verktaka á hendur Seltjarnarneskaupstað. Lögð fram útrskrift úr dómabók Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fram kemur að málið hefur verið fellt niður án kostnaðar að ósk lögmanns stefnanda.
12. Erindi húsfélags Skólabrautar 3-5, dags. 09.10.02. Afgreiðslu frestað.
13. Erindi Neytendasamtakanna, dags. 05/12/02. Erindinu er hafnað.
14. Erindi Styrktarfél. lamaðra og fatlaðra, dags. 14/11/02. Erindi vísað til félagsmálaráðs til afgreiðslu.
15. Erindi Krabbameinsfélags Reykjavíkur, dags. 09/12/02. Erindi vísað til skólanefndar til afgreiðslu.
16. Erindi AFS á Íslandi, dags. 10/12/03. Erindinu er hafnað.
17. Bréf menningarnefndar Seltjarnarness, dags. 13.01.02 þar sem mælt er með stuðningi við Snorrasverkefnið. Samþykkt að styrkja verkefnið um 50.000,00 kr.
18. Lagt fram bréf sóknarnendar Seltjarnarnesskirkju, dagsett 12.01.03. Bæjarstjóra falið að gera drög að samstarfssamningi Seltjarnarnesbæjar og Sóknarnefndar.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 09.40.
Jónmundur Guðmarsson (sign.)